Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1976, Blaðsíða 19

Vesturland - 24.12.1976, Blaðsíða 19
Heilög jdl Sigfús B. Valdimarsson: sn I 1 Senn líður að jólum. Fæð- ingarhátíð Frelsarans. Fólk keppist við að undirbúa þau svo allt megi verða sem há- tíðlegast. Vonandi gleymist ekki þá ekki það sem mestu máli skiftir að öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðsbörn" Jóh. 1:12. eða boðskapur engilsins hina fyrstu jóla- nótt „Sjá, ég boða yður mik- inn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag Frelsari fæddur, sem er Krlstur Drottinn í borg Davíðs. Og í sömu svipan var með englinum fjöldl himneskra her- sveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði f upp- hæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á“ Lúk 2.: 10. = 14. Þetta á að vera fagnaðar- erindi vort á heilagri jólahá- tíð. Ekki við átveislur, drykkju eða dans. Þá vaknar spurningin. Hefir þú tekið á móti þessum Frelsara í hjarta þitt? Þú þiggur gjafir frá vinum þínum. En þú gleðst ekki af þeim nema þú takir við þeim og opnir pakkann. Þannig er það líka með þig gagnvart hinni dýr- mætustu gjöf, sem nokkru sinni hefir verið gefin, gjöf Guðs til þín. Þú verður að opna Biblíuna, bók bók- anna, hún er hið lifandi orð Guðs til þín, þér ætlað til að vera „Ljós á vegi þfnum og lampi fóta þinna" Sálm 119:105. Þar sýnir Guð þér gjöf sína. „Þvf svo elskaðl Guð heimlnn, að hann gaf son sinn elngetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“ (Litla Biblían) Jóh 3:16. Því miður virðist þetta vera fjarri mörgum, svo jólahald þeirraa verður á annan veg og þeir verða þá líka af þeirri blessun, sem Guð vill gefa þeim, sem á hann trúa. „Þér eruð vinir mfnlr sagði Jesús, ef þér gjörið það sem ég býð yður“ Jóh. 15:15 og „Hver sem elskar mig, mun varðveita mitt orð“ Jóh. 14:23. Elskan til Guðs hlýtur að tengjast jólahátíð- inni, sé ekki svo, þá er eitt- hvað athugavert við okkar andlega líf. Páll postuli sagði: Verið ávallt glaðir, vegna samfélagsins við Drott- inn, ég segl aftur verið glaðir" Fil. 4:4. Hvernig er samfél- ag þitt við Drottinn? Það er oft sagt að jólin séu hátíð ljósanna og vissulega er það satt. Menn vilja helst hafa Ijós út í hvern afkima. En hvernig er það með hjörtu mannanna. Þar er víða niða myrkur og Jesús sem er „IJós heimsins" fær ekki að komast að til að lýsa þeim, og þvi ganga þeir áfram í myrkri. Jóh. 8:12. Ég minnist einnar jóla- nætur fyrir 46 árum. Ég var þá vinnumaður í sveit ásamt öðrum manni. Alla nóttina vorum við að spila á spil og drukkum Hoffmans- dropa. Hvílík jól. Hvílíkt myrkur. Ég þekkti ekki Jesú þá sem minn persónulega frelsara, og helgi jólanna var mér fjarlæg. Það var niðamyrkur í sál minni. Síðar þegar ég tók á móti honum breyttist þetta. Þá öðlaðist ég þann frið og gieði, sem æðri er öllum skiln- ingi“ Fil 4:7. Orð Jesú standa stöðug. Þau eru líka „Iff andi og sannleikur". Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður, ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur“Jóh 14:23. Nú á ég í hjarta Guðs indælan frið. Sem uppsprettulind er hann tær. Ég hafði ei þekkt hann fyrr heimsglauminn við. Er hjarta mitt Guði fjær. Þá lifði ég dag hvern með ljósvana þrá. í löstum, í fátækt og eymd. Nú lifi ég farsæll og lofsöng Guðs á. Hið liðna er sorg, sem er gleymd. (Á.E. þýddi). Guð gefi þér lesandi minn heilög jól í Jesú nafni. Bestu óskir um gleðileg jól og farsaelt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Jrésmíðaverkstæði Olafs H. Guðbjartss. Patreksfirði Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á |iðnu ári. Verslun Hra Jónssonar Patreksfirði Sigfús B. Valdimarsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.