Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1976, Blaðsíða 13

Vesturland - 24.12.1976, Blaðsíða 13
yEsm 13 bæjarins. Eitt sinn er menn ræddu um félagið og starf þess, sagði þessi ntaður, að hann sæi í garðinum aðeins eina plöntu, og þessi planta væri helv. hann Jón. Löngu seinna, ég ætla árum seinna mætti sami maður Jóni Jónssyni á förnum vegi stöðvaði hann og fór að tala við hann einkar hlýlega um garðinn og að honum hefði til skamms tima fundist lítið til um þetta moldar verk hans en til sönnunar því, að skoðun sín hefði breyzt og hann virti þessa viðleitni félagsins, til jöess að fegra og prýða umhverfi bæjarins af- henti hann Jóni 50.00 kr. að gjöf til garðsins, og var það stór gjöf frá honum, því ekki var auðæfunum af að taka. Þannig vann félagið smátt og smátt á öllum byrjunarörðugleikum með þrautsegju og elju. Trjáplönturnar festu ræt- ur og Slóm og grös ófu sinn vermandi feld um allan hinn ræktaða reit og voru örvandi andstaða hins hrjúfa og grýtta umhverfis, enda fór nú að gæta sterkra áhrifa frá þessum litla vísi að blóma og trjárækt sem virtist ætla að una sér vel þrátt fyrir að sólargangur- inn er stuttur hér og veðr- áttan mislynd. Simson ljós- myndari hóf nú hina mynd- arlegu ræktun sína á sumar- bústaðarlandi sínu í Tungu- skógi, sem hann hefir hlotið fyrir óskifta aðdáun og virð- ingu óteljandi margra. Er- um við ísfirðingar í óbætan- legri þakkarskuld við þenn- an útlending, sem tekið hef- ur svo miklu ástfóstri við íslenzk mold, og sem með alveg sérstakri þolinmæði og alúð hefir fegrað um- hverfi okkar með marg- breytilegum og litauðugum jarðargróðri. Nokkru síðar hófust einn- ig handa svonefndir „pipar- sveinar“ einnig á sumarbú- staðalandi í Tunguskógi. Bar öll þessi viðleitni hinn glæsilegasta árangur og gæt- ir nú í dag áhrifanna víða í húsgörðum í bænum og sumstaðar með ágætum, svo sem í hinum litlu en sérlega fögru görðum frú Þórdísar Egilsdóttur og frú Juul. Þetta eru fáir drættir úr sögu Blóma og trjáræktar- félagsins og einnig lítil mynd af því hversu vel því lánaðist að efla fyrir blóma og trjárækt er orðið gæti landi og lýð til gagns og prýði.Er saga félagsins merki- leg og meira virði en svo að hún megi falla í gleymsku, og er von til þess að hún verði á aldarfjórðungsafmælinu betur sögð og fyllra en hér hefir til tekist. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Brauðgerð Hjartar Jónssonar Flateyri Á þessum tímamótum hyggst félagið að efla starf- semi sína að miklum mun. Hefir nú verið gerður skipu- lagsuppdráttur af garðin- um, sem nær yfir helmingi stærra svæði en ennjrá er orðið numið. Eru framtíðar- draumar félagsins marg- þættir og með fulltingi góðra vina á að hrinda í verk gróðursetningu og ræktun alskyns blóma, trjá- plantna og nytjajurta. Gangstígur og stígir eiga að liggja um garðinn og með- fram þeirn eiga að rísa há og bein fögur tré; og svo þar úti frá fagrir runnar og sælureitir, sem opna blóm- ofinn faðm hverjum þreytt- um vegfarenda og bjóða hvíld og svölun við ilm feg- urstu rósa. Ætti öllum bæjarbúum að vera það sameiginlegt áhugamál að draumur félagsins yrðu að veruleika því með því væri bezt og öruggast búið að þeirri menningu, sem við öll viljum svo gjarnan að verði sá arfur sem við látum son- um okkar og dætrum eftir — fegrun lífsins ytra og innra. í bók sinni Vatnajökull talarNielsNielsen um plönt- ur, sem lifa á jarðrennslis- svæðum og eiga ekki sjö dagana sæla, en spretta jafnskjótt og jörð verður auð. Um þær segir hann þessi orð: ,,En undarlegt er það, að engin blóm í veröldinni eru eins falleg eins og þau, sem gróa á ystu þrömum þess svæðis, þar sem þau yfirleitt geta þrifist. Allir fjallgöngu- menn og allir heimskauts- farar vita að svo er og hafa glaðst yfir fegurð þeirra. Þegar menn hafa ekki um margar vikur samfleytt ann- að fyrir attgttm en ís og snjó, verða þeir innilega glaðir þegar þeir svo allt í einu í auðninni finna fegurstu blóm í veröld'1. Við þekkjunt þessa til- finningu vel íslendingar, því aldrei fögnum við eins innilega, eins og þegar sum- arið og sólin hafa rekið í burtu myrkrið og kuldann, og við sjáum grösin korna undan klakanum.. með eld lífsins, sem aftur skal dafna. En við þekkjunt hinsvegar ekki vel það sem eflaust er sameiginlegt hjá fjallgöngu- mönnum samhygðina og viljann til þess ,,ef við sjáum sólskinsblett í heiði, að setj- ast allir og gleðja oss“. Danska skáldið Jeppe Aakjær óskar þess í einu kvæði sínu að upp úr hverju spori sáðmannsins spretti gróður svo að hvergi sjáist gróðurvana blettur. Eigum við fsfirðingar ekki líka að óska þess á tímamótum þessa menning- arfélags, að svo vel takist til nteð sáningu samhyggðar fræsins, að ekki einn einasti bæjarbúi verði kærulaus fyr- ir vexti og viðgangi blóma- garðsins, heldur sí og æ reiðubúinn til þess að veita málefnunt hans fulltingi. Eigum við ekki að gera það að metnaðarmáli okkar að gera blóma og trjágarðinn svo vel úr garði, að hann í nútíð og framtíð verði tal- andi og óhrekjanlegt tákn þess, að i þessum bæ búi menntað fólk sem elskar feg- urð og göfgi lífsins, og færir til þess dýrar fórnir, að í umhverfi þess endurspeglist þess innri maður. G. Sveinss. Óskum starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á líðandi ári. Bátaiðjan hf. Patreksfiríi GLEDILEG JÓL! FARSÆLT iÍTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Reiknistofa Vestfjarða hl. Árnagötu ísafirði, sími 3854 Hafið þið séð nýju Oster hrærivélina? Fylgihlutir: Hakkavél og mixari. Verðið er mjög hagstætt ///// straumur Silfurgötu 5 sími 3321

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.