Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1976, Blaðsíða 27

Vesturland - 24.12.1976, Blaðsíða 27
yBflMHÍ 27 „Mér líkar íbúðin vel og ,,Lllc3.r Vel Vlð lbuðlI13 líst ágætlega á mig“, sagði Þuríður Símonardóttir, sem býr í einni af þriggja her- bergja íbúðunum að Fjarð- arstræti 6. ,,Það gekk sæmilega hjá mér að komast yfir íbúðina með hjálp góðra manna. Ég kom að vísu ekki inn í myndina fyrr en í desember í fyrra. Það gerði þetta erf- iða fyrir mig þar sem ég þurfti þar af leiðandi að borga íbúðina á styttri tíma en aðrir. Ég held að staðsetning blokkarinnar hér niður frá : ágæt. Héðan er stutt í vinnu og fleiri kostir fylgja þvl-u ásamt dóttur sinni Irisi. Hjá eigu systur langalang ömmu henni er 200 ára gömul Þuríðar er bjó á sínum tíma Þuríður Símonardóttir kista sem upphaflega var í í Grunnavík. Guðmundur Ingólfsson formaður bygglngamefndar afhentl íbúðirnar. Við hlið hans standa fjórir af fbúum hússins. Jónina Kristjánsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Lára Veturliðadóttir og Ragna Sólberg. anna að búast mætti við að eigendaskipti gætu farið fram innan fárra mánaða. Heildarkostn- aðarverð þessa áfanga er um 103 milljónir króna. Kosta íbúðirnar sem eru af þrem stærðum 6,7— 10 milljónir króna. Byggingarmeistarar hússins voru þeir Daníel Kristjánsson og Ágúst Guðmundsson húsa- smíðameistarar. Var það samdóma álit allra sem skoðuðu íbúðirnar við afhendingu að öll vinna og frágangur væri til sérstakrar fyrirmynd- ar. Vegur það án efa vel á móti um þriggja vikna töf, sem varð á afhend- ingu íbúðanna miðað við verksamning. Vest- urland óskar íbúum, bygginagarnefndinni, verktökum og starfsfólki til hamingju með þenn- an merka áfanga um leið og það óskar íbúum gleðilegra jóla í nýjum húsakynnum. „Sváfum draumlaust fyrstu nóttina“ „Við erum búin að sofa hér eina nótt og sváfum þá draumlaust“, sögðu þau Sigurður Helgason og Sess- elja Olgeirsdóttir sem eru ein þeirra sem fá nú nýtt þak yfir höfuðið rétt fyrir jólin. íbúð sú sem þau Sigurður og Sesselja búa í er um hundrað fermetrar og fjög- urra herbergja. En það eru einmitt stærstu íbúðirnar. „Það er líklega skárst að sofa draumlaust fyrstu nótt- ina en ástæðan er líklega, allt erfiðið við að flytja. Okkur líst vel á okkur eftir þennan eina sólar- hring. Þetta eru lúxusíbúð- ir. Þau sögðu okkur að íbúð- irnar væru leigðar þeim. Þau borga samt 20 pró- sent andvirðisins og eiga síð- an forkaupsrétt. desember sl. Þar með lauk þriðja og síðasta áfanga stærsta sambýlis- húss á ísafirði. I húsinu eru samtals 32 íbúðir og lætur nærri að þar búi upp undir hundrað manns. Þessi síðasti áfangi er byggður samkv. lögun- um um byggingu leigu- íbúða. Leggja leigjendur fram 20% af kostnaðar- verði hverrar íbúðar, gegn því að eiga for- kaupsrétt að íbúðunum eftir ákveðinn tíma. Kom fram í ræðu Guð- mundar Ingólfss. for- manns byggingarnefnd- ar við afhendingu íbúð- Fyrstu íbúarnir fluttu strax. Bolll Kjartansson bæjarstjóri afhendlr fyrstu húsfreyjunnl að Fjarðarstræti 6, Kristjönu Jósefsdóttur lyklana eftlr að eiglnmaður hennar Friðþjófur Kristjánsson hefur undirrltað leigukaupasamninginn á skrifstofu bæjarstjóra. Hálftíma síðar (stundvfslega kl. 6) gekk Friðþjófur svo innfyrir dyrnar á nýju íbúðinni með fyrstu pinklana ásamt tveim af dætrum sínum þeim Ingibjörgu og Sigríði Maríu. — . » „Mér líst ágætlega á íbúðina. Ég er búin að vera hér eina nótt og get ekki sagt annað en að þetta legg- ist ágætlega vel í mig“, sagði Guðbjörg Jóhannes- dóttir leigubílstjóri, sem býr í einni af tveggja herbergja íbúðunum, er Vesturland hitti hana að máli. „íbúð af þessu tagi er ákaflega hentug, fyrir fábýl- inga eins og mig. Við vitum ekki vel urn greiðslukjör enn. En ég tel það mjög æskilegt að fá að kaupa fremur en leigja. Ég hef stefnt að því alla tíð, svo framarlega sem ég held heilsu. Guðbjörg sagði að leiga sú sem þau greiddu nú fyrir fjóra mánuði væri ekki mik- il, ef miðað væri við hlið- stæðar nýjar íbúðir. Síðustu tólf íbúðirnar við Fjarðarstræti voru í blokkinni númer 2—6 afhentar föstudaginn 17. „Æskilegt að fá að kaupa íbúðina“ Bygglnganefndln ásamt aðalverktökum og umsjónar- mannl bygglngarnefndar. Talið frá vinstri: Ágúst Guð- mundsson, Daníel Krlstjánsson, Sturla Halldórsson, Kristján Jónsson, Guðmundur Ingólfsson og Snorri Hermannsson, eftirlitsmaður byggingarnefndar. hottQ ori i lilYiKÍhMflir“ „KCllCl ClU IUAUoIUUUII

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.