Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1976, Blaðsíða 16

Vesturland - 24.12.1976, Blaðsíða 16
16 ^mmrn Landlð og fólkið: Það land sem ég dvel í núna heitir Swaziland og er um 17.00 ferkílómetrar að stærð. Um '/2 milljón manns búa í sjálfu landinu, en álíka margir búa fyrir utan landamærin, eða í lýðveld- inu Suður Afríku. Um 13.000 útlendingar búa hér líka. Eru það Evrópubúar, indverjar og aðrir Afríkunegrar. Landið skiptist í hálendi, miðlendi og láglendi. Land- ið er fjalllent og hæsta fjall- ið er um 1800 metrar. Ann- ars er landið mjög líkt okkar eigin landi íslandi. Með djúpum dölum og mörgum ám. Það er þó meiri gróður hér, og einmitt nú þegar ég skrifa þetta í október, er sumarið komið, í allri sinni dýrð. Hér eru eiginlega bara 2 árstíðir. Vetur frá maí til september og sumar frá október til apríl. Veturinn er þurr og getur verið kald- ur með köflum, en sumarið er rigningar samt og heitt og mikið um þrumur og eld- ingar. Á hálendinu er veðurfarið þó að mestu leiti þægilegt og gott allan ársins hring, eit mið og láglendinu getur orðið hreinasta hitabeltis FRA SWAZILANDI Bréf frá Önnu Höskuldsdóttur kristniboða Kæru lesendur: Mig langar til að senda ykkur smá kveðju héðan frá hlnni svörtu Afríku, eftir ca 1Vi árs dvöl hér úti. Það verða aðeins smápunktar frá landi og þjóð og kristnboðinu. smærri stíl sé. Það finnast líka stór býli þar sem eru ræktaðir allskonar ávextir og grænmeti. Eru það að mestu leyti hvítir bændur sem eiga þessi býli og hafa þeir innfædda í vinnu hjá sér. Einnig er nokkur sykur- rækt. Dálítið er um skógar- högg og nokkrar mismun- andi námur. Flestir karlmenn á gift- ingaraldri verða að geta safnað upp í 12—15 kýrverð til að geta keypt sér konu. Konungur landsins hefir í veðrátta, eins og t.d. hér á Bethany, þar sem ég er. Swaziarnir, sem búa í landinu eru skildir Zulu- fólkinu sem býr í Zululandi í S.-Afríku. Tungumálin sem þeir tala eru mjög lík, þó okkur útlendingunum finnist e.t.v. léttara að læra Zulu vegna framburðarins. Stjórn: Landið hefur alltaf verið konungsríki að vissu leiti, þó það hafi samtímis verið undir stjórn bretaveldis. Ár- ið 1968 varð landið sjálf- stætt og ræður enn ríkjum sá konungur, sem þá var. Hann heitir Sobuza 11. og er nú 77 ára gamall. Hann Ég og Kisslllan fyrlr utan fallegan graskofa. Svona búa flestir og eru það konurnar sem byggja þessa kofa og flétta böndin, sem eru í kringum þakið, úr stráum. Lftill swasl. er virtur í sínu landi og hefur næstum því einveldi. Þó hefir hann einskonar „al- þing“, sem samanstendur af höfðingjum landsins, en þeir fara með opinber mál á sínum svæðum. Trú: Swazifólkið er nijög bundið í gömlum siðum og venjum. Allflestir tilbiðja og trúa á „anda feðranna“ og eru margr reglur í sambandi við það. Oft er dýrum fórn- að til feðranna og margir halda því fram að forfeð- urnir „gangi aftur“ í líki slöngu. Margir Swaziar eru hræddir við að drepa græna eða svarta „Mömbu“ því það gæti verið einn af hin- um látnu ættingjum þeirra, sem kominn væri til baka til þeirra. Þessar slöngur eru stórhættulegar og getur eitt bit frá svartri „Mömbu“ gert út af við mann á fáum mínútum ef meðöl eru ekki fyrir hendi. Lifnaðarhættlr: Allflestir búa í stráhús- um, en sumir búa líka í (kralum) húsum byggðum úr trjábútum, sem þaktir eru með mold og leir. Þökin eru úr grasi en öll gólf úr mold, sem kúamykju er smurt á til að gera það „fínna“. Og þannig „þvo“ Swazikonurnar gófin sín 1—2 í viku. Konurnar byggja líka húsin og flétta böndin, sem eru í kringum þakið úr stráum. Jörðin er ræktuð að nokkru leyti. Er það mest maís, baunir og sætar kart- öflur. Nokkrir hafa byrjað að rækta grænmeti og er það mikil bót. Margir hafa svo kýr, en ekki eru þær mjólkaðar nema eitthvað takmarkað. Einnig finnast hér geitur og kindur þó í dag um 200 konur. Fær hann a.m.k. eina nýja á hverju ári. Hve mörg börn hann á veit víst enginn. Sjúkdómar: Berklaveiki er mjög al- geng, og sagt er að helming- ur landsmanna hafi berkla. Kynsjúkdómar eru líka á mjög háu stigi. Næringar- skortur er sérstaklega al- gengur meðal barna og fullorðnir líða líka af hon- um. Börnin fá stóra maga, bólgna upp og blöðrur og sár um allan líkamann. Allskonar ormasjúkdómar, sem stafa af óhreinlæti eru Á læknisstofunni f Bethany. Beðið er eftlr að fá meðhöndlun. Yngstu börnin fá matinn sinn

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.