Vesturland

Årgang

Vesturland - 24.12.1976, Side 22

Vesturland - 24.12.1976, Side 22
22 femaii) Kópavogshællð. Framhald af 11. síðu. Styrktarsjóður vangeflnna. Árið 1958 voru samþykkt lög um aðstoð við vangefið fólk (nr. 43/1958). í 1. grein laganna segir m.a. svo: „Af alls konar gosdrykkj- um og öli, sem framleitt er hér á landi og afhent er eða selt á fiöskum, skal í næstu 5 ár greiða gjald að upphæð 10 aurar af hverri fiösku, og rennur gjald þetta í Styrkt- arsjóð vangefinna, er vera skal í vörslu félagsmálaráðu- neytisins“. Lög þessi tóku gildi hinn 1. júlí 1958. í reglugerð frá 9. júní 1958 er sagt, að félagsmálaráðuneyti ráðstafi fé sjóðsins að fengn- um tillögum Styrktarfélags vangefinna og í samráði við önnur ráðuneyti, sem kunna að eiga hlut að máli hverju sinni. Með lögum nr. 5/1962 var „tappagjaldið" hækkað í 30 aura og jafn- framt var innheimta þess framlengd um 5 ár, þ.e. til I. júlí 1968. Árið 1966 var lögunum breytt á þann veg að gjaldið var hækkað í 60 aura og svo kveðið á, að % hlutar skyldu renna til Styrktarsjóðs vangefinna og lA til Hjartaverndar. Þessi nýju lög voru síðan felld inn í hin eldri og þau gefin út sem lög nr. 78 1. júní 1966 um aðstoð við vangefið fólk og samtök hjarta- og æða- verndarfélaga. Þessi síðast nefndu lög voru loks afnum- in með lögum nr. 97/1971 um vörugjald. 12. grein þeirra laga hljóðar svo: „Til loka júní 1976 skal ríkissjóð- ur greiða framlag til Styrkt- arsjóðs vangefinna, sem er ! vörslu félagsmálaráðuneytis, er nemur kr. 1,95 af hverj- um lítra innlendrar fram- leiðslu, sem fellur undir toll- skrárnúmer 22.01.01, II. 01.00 og 33.03.00. Fram- lagi ríkissjóðs skal varið til þess að reisa og endurbæta stofnanir fyrir vangefið fólk“. Frá því Styrktarsjóður vangrfinna var stofnaður 1958 og til ársloka 1975 var veitt úr sjóðnum sem hér segir: Til Kópavogshælis til Sólheima í Grímsnesi til Skálatúns til Tjaldaness til Sólborgar á Akureyri til Egilsstaða til Styrktarfél. Rvík v/Lyngáss til Styrktarfél. Rvík v/Bjarkaráss til Styrktarfél. Rvík v/Ásgerðis Tekjur sjóðsins hafa verið 28—32 millj. kr. á ári og hafa því mjög lítið vaxið miðað við gífurlega hækk- aða vísitölu byggingarkostn- aðar. Styrktarsjóður vangef- inna var stofnaður 1958, svo sem fyrr segir, og voru þá 100 rými á dvalarstofnun- um fyrir vangefna, en nú eru um 380 vistmenn á stofnunum, auk 90 vist- manna á dagvistarstofnun- um. Allar stofnanir eru auð- vitað yfirfullar og langur biðlisti á þeim öllum. Með stofnun sjóðsins hófst upp- bygging þessara stofnana, en henni er engan veginn lokið, og er langur vegur frá því. Talið er, að enn vanti um 100 rými á stofnanir vangefna. Opni fundurinn á Hótel Esju. Svo sem áður segir, var haldinn opinn fundur „Þroskahjálpar“ og var hon- um valinn 18. nóvember 1976. Þar ræddi Jóhann Guðmundsson, læknir, um rétt hins þroskahefta, Mar- grét Margeirsdóttir, félags- ráðgjafi, um framtíðarskip- an málefna þroskaheftra, Hólmfríður Guðmundsdótt- ir, kennari, um kennslumál, auk þess sem Helga Finns- dóttir, bókavörður, ávarpaði fundinn og kynnti fundar- samþykktir. Síðan voru al- mennar umræður. Mennta- málaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, sótti fundinn, sem var fjölmennur. í ráði er, að halda sams- konar fundi á Egilsstöðum, Akureyri og ísafirði, og verða þeir væntanlega haldnir í ársbyrjun 1977. Þáttur alþinglsmanna. Ástæða er til að ætla, að málefni vangefinna eigi góðvilja að mæta á Alþingi. Karvel Pálmason og Helgi Seljan sátu opna fundinn á Hótel Esju, ásamt mennta- málaráðherra, Vilhjálmi Hjálmarssyni. Þeir Karvel og Helgi fluttu, ásamt fleir- um, þingsályktunartillögu um heildarlöggjöf í málefn- um vangefinna, en hún dag- aði uppi á síðasta þingári. Enn hefur þessi tillaga verið fiutt, og fái hún ekki hljóm- grunn á Alþingi nú, hafa flutningsmenn hugsað sér, að „Þroskahjálp“ standi að gerð þingmannafrumvarps um málefni þroskaheftra. Verður fróðlegt að fylgjast með gangi þessa máls. Lokaorð. í framtíðinni þarf að skipa svo málum þroska- heftra á Vestfjörðum, að byggðarlagið verði fullsæmt af. I því sambandi er á ótal margt að líta. Koma þarf upp heimili eða heimilum handa þroskaheftum, þar sem starfar sérmenntað fólk. Þar sem heildarlöggjöf er til, og svo er raunar nú þegar í ýmsum menningar- m. kr. 127,493 m. kr. 12,228 m. kr. 40,370 m. kr. 10,550 m. kr. 55,840 m. kr. 0,400 m. kr. 0,800 m. kr. 11,000 m. kr. 4,000 m. kr, 262,681 GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NVTE ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Steiniðjan hf. Isafiröi Óskum starfsfólki voru á sjó og landi og öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar Útgerðarfélagið á nýja árinu með þakklæti Tálkni hf. fyrir líðandi ár. Tálknafirði ríkjum, tekur hún mið af svokallaðri „normalíser- ingu“. í því hugtaki felst, að þroskaheftum séu búin sem eðlilegust lífsskilyrði. Þeir búa þá á heimilum, sem ekki eru stærri en venjuleg heimili. Þeir fara til vinnu eða eftir atvikum annarrar upplyftingar daglega. Þeir njóta tómstunda. Börn fá að dvelja hjá foreldrum sínum. En þau njóta líka allrar nauðsynlegrar hjálpar til þess að ná mestum mögu- leikum þroska. Þetta er takmarkið, sem styrktarfélög vangefinna hafa fyrir augum. Þetta er takmarkið, sem þau vilja vinna að. En vonandi renn- ur fljótlega sá dagur, að styrktarfélaga áhugamanna verði ekki lengur þörf, vegna þess að samfélagið í heild axlar alla þjónurst á þessu sviði. Þá fyrst eru mál- efni þroskaheftra í höfn. Þá hafa mannréttindi þeirra verið viðurkennd í verki. Gunnar Bjðmsaon. Bðm á stofnunum sem komið hefur verið á fót fyrir þroskahefta, hér á landi.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.