Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 8
V Einnig er mikilvægt að minna á að þó svo að sumum hafi verið gefin sérstök gjöf eða þjónusta í fýrirbæn fýrir sjúkum, þá er það ábyrgð og köllum sérhvers kristins manns að biója. Eftirfylgd og sálgæsla Eftir samkomur þar sem beðið er fyrir sjúk- um, ogjafnvel margir læknast, er þörf á sál- gæslu við þau sem komu meó eftirvæntingu og fengu enga bót meina sinna. Skilaboð þau sem veitt eru á samkomunni skipta einnig máli. Sjálfsagt er að hvetja fólk til að halda áfram að leita sér fyrirbænar. Forðast ber aó leggja stein í götu þeirra sem þegar þjást og leita skýringa í trúleysi eóa vantrú þeirra sjálfra. Þaó að fólkið kemur er eitt og sér vottur um mikla trú. Ef andi Drottins opinberar eitthvað sérstakt um aðstæóur ákveðinna einstaklinga þarf einnig aó sýna viðkomandi nærgætni og viróingu til hins ýtrasta. Þar þurfa þá helst að vera fleiri en einn eða ein að verki. Hér eins og alls stað- ar f kristinni þjónustu þarf kærleikurinn og umhyggjan fýrir einstaklingnum að sitja í fýrirrúmi. Dæmi eru um að fólk sem hefur verið í kukli eða bundið í ákveðinni synd hafi læknast afsjúkdómi er það snéri sér til Jesú. Þegar slíkt gerist er mikilvægt að brýna fýrir fólki að snúa ekki aftur til hins fýrra lífernis °g fýlgja einstaklingunum vel eftir í um- hyggju og fýrirbæn. Lækning sem veitist fýrir bæn er, þegar allt kemur til alls, tímabundin lausn. Sú lausn getur verið óendanlega mikils virði, leyst fólk úr þjáningu og sýnt þeim mátt Guós sem leiðir til lofgjörðar til hans og endurnýjunar í trúnni. Lífi okkar allra lýkur hér á jöró fýrr eóa síðar. Hin eiginlega lækn- ing er í eilífðinni. Þegar við sjáum himininn opinn yfir okkur þá skulum við líka minnast þess að þangaó liggur leiðin. Biójió og yóur mun gefast! Orð Jesú úr Fjallræðunni (Matt. 7:7-11) standa enn. Þau eru okkur hvatning. Kall Jesú nær til allra sem honum tilheyra. Við getum beðið ein eða með öðrum. Við get- um beðið í nálægð og með handayfirlagn- ingu eða fjarri viðkomandi. Við getum verið beðin um að smyrja hinn sjúka meó olíu (Jak. 5:14nn). Fyrirbæn fýrir sjúkum er kær- leiksþjónusta kirkju Krists. Þar þarf ekki sér- staka hæfileika, aðeins fúsleika og að við vitum til hvers vió eigum að leita í bæn okk- ar. Guð á máttinn, hann vinnur verkið. Honum sé dýrð fýrir alla þá sem læknast. Jesús lifir! Foróast ber aó leggja stein í götu þeirra sem þegar þjást og leita skýringa í trúleysi eóa vantrú þeirra sjálfra. Þaó aó fólkið kemur er eitt og sér vottur um mikla trú. og annarra. Enginn er skyldur til að taka lyfin sín, fara í rannsókn eða láta fram- kvæma á sér aðgerð, nema hann hafi verið sviptur sjálfræði. Að sjálfsögðu getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og trúlega ekki allir sem gera sér grein fýrir þeim. Þar á faglegt mat læknis aó koma til safnaóar. Víða í söfnuðum Þjóðkirkjunnar eru kyrrðarstundir í hádeginu einhvern dag vikunnar og þar er beðið fýrir mörgum sjúk- um. I almennri kirkjubæn sunnudagsguós- þjónustunnar er einnig eðlilegt að biója fýr- ir einstaklingum sem tilheyra söfnuóinum meó nafni. taka lyf sin eftir samkomuna. Fram hefur komió að aldrei var fólki ráólagt að hætta lyfjatöku þó svo það fýndi fýrir lækningu fýrr en samráó hefði verið haft við lækni. Einnig má benda á frelsi geófatlaóra, eins hjálpar. Sjálfræði sjúklingsins er engu að síður til staðar. Ekki á aðeins aó biðja fýrir sjúkum á sér- stökum samkomum. Sú þjónusta ætti að vera eólilegur hluti af starfi sérhvers kristins 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.