Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 28
Englarnir og vió Englarnir voru meó postulunum og björg- uóu þeim úr margs konar háska og eru frá- sögurnar í Postulasögunni áhrifarík og dá- samleg dæmi um það hvernig Guó lætur þessa sendiboóa starfa á meóal eftirfýlgj- enda sinna og stuóla að framgangi fagnaó- arerindisins á meðal manna. Auk þess gef- ur sú sýn inn í himininn sem Jóhannes post- uli lýsir í Opinberun Jóhannesar okkar fagr- ar og litríkar myndir af tilbeiðslu og þjón- ustu englanna vió Guó. A heimilum kristins fólks má víóa sjá myndir af englum. Ekki eru þó allir þeir englar sem þar birtast biblíulegir heldur sumir eingöngu hug- arsmíó manna. Feitu og beru börnin meó væng- ina eru til dæmis ekki biblíulegir englar, heldur komust þeir í tísku meðal mynd- listarmanna á 15. öld og síóar. Þeir englar eiga lítið skylt viö lýsingar Heilagrar ritningar og kristna trú. En allar mynd- irnar sem vió sjáum af stóru fallegu og tignarlegu englun- um eru svo sannar- lega sóttar í Biblí- una og samræmast mjög vel því sem þar er sagt um engla. I helgihaldi kirkjnnar erum við sífellt minnt á nálægó englanna. Englar og vernd þeirra koma mjög vió sögu í þeim bænaversum sem vió sjálf höfum lært frá barnæsku og kennum börnum okk- ar. Minnst er á engla í stórum hluta sálmanna sem við syngjum í guósþjónust- um og við aðrar helgar athafnir, allan árs- ins hring. I hinni klassísku messu kirkjunnar tökum viö undir söng englanna á jólanótt með því aó syngja dýróarsönginn sem ég hef þegar minnst á. Síóar í messunni þegar máltíð Drottins nálgast, flytur presturinn upphaf þakkargjörðarinnar (praefatio) og vísar þar til söngs englanna á himnum er hann segir meóal annars: „Þess vegna meó englunum og höfuóenglunum, meó tignun- um og drottinvöldunum, sömuleiðis ásamt öllum himneskum hirósveitum lofum vér þitt heilaga nafn óaflátanlega segjandi." I beinu framhaldi stendur söfnuóurinn upp og syngur „Sanctus", sama texta og Jesaja spámaóur og Jóhannes postuli heyrðu englana synga við hásæti Drottins á himnum (Jes 6.2-3 og Op. 4.8). I þessum hluta messunnar, sem nær hápunkti í altar- issakramentinu, máltíó Drottins, komumst vió e.t.v. næst því aó skynja hvernig himinn og jörð, eilífóin og tíminn renna saman í eitt í tilbeiðslu kirkjunnar. Eg sjálfur er viss um að á slíkum stundum er kirkjan full af englum sem syngja fagnaóarsönginn meó okkur. Nálægó englanna Vió þurfum ekki að velkjast í vafa um aó englar Guós eru okkur jafn nálægir nú á síó- ari tímum og þeir hafa alltaf verið. Ekkert í Guðs orói bendir til annars en aó hann hafi haldið áfram að senda þá til okkar eftir tíma postulanna og muni áfram gera þaó um ókomna tíó. Marteinn Lúth- er vissi af ná- lægó þeirra og vernd. Þaó sjá- um vió af morgunbæn hans og k v ö I d b æ n sem aðgengi- legar eru í Handbók ís- lensku kirkjunn- ar, en báóar bæn- irnar innihalda þessa setningu: „Heilagur engill þinn veri hjá mér, svo aó óvinurinn illi nái engu valdi yfir mér“. Lúther hvatti menn til aó gefa gaum aö Davíóssálmum nr. 34, 91 og fleiri sálm- um, til aó gleyma því ekki að englar væru í kringum þá. Hann minnti menn á hvernig höfundur sálmanna bendir á aó Guó lætur engla sína vernda og styója hina trúföstu í sérhverri raun. Hörð barátta á sér staö í heiminum. Hún kemur m.a. fram í því aó ef mannleg sál snýr sér til Drottins og leitast viö aó ganga á vegi helgunarinnar þá æsist djöf- ullinn og byrjar aó ásækja þá manneskju. Til þess notar hann jarðneskt fólk og anda- verur (Ef 6.12). En englarnir eru hluti af þeirri blessun Drottins sem hann úthellir yfir okkur, eftirfýlgjendur sína er viö stönd- um í þeirri baráttu. Þeir eru með okkur til aó vernda okkur og styrkja í góðu barátt- unni er vió leitumst við að biöja og starfa dagsdaglega. Alla daga og allar stundir Frá fæóingu til dauða erum vió umvafin vernd engla og margir eru þeirrar skoóunar aö hver maöur hafi sinn verndarengil (Matt 18.10; Sálm 34.8; 91.10-13; Job 33.23- 24). Enda gerist það oft að fólk þakkar það vernd engla er þeir hafa naumlega sloppió frá slysum eða háska. Alltaf gerist það öðru hvoru að fólk telur sig sjá engla, einkum í eða kringum kirkjur, en líka á öórum stöð- um. Það er nokkuó víst aó meira er um það en sýnist, þvf menn viróast yfirleitt tregir að tala um slíka reynslu. Helst er þaó aó maó- ur heyri börn þora að lýsa englum sem þau sjá bregöa fyrir. En okkur viróist enn sem komið er ekki ætlað aó sjá þá, nema þegar Guð gjörir þá okkur sýnilega. Mestu máli skiptir að við erum langt frá því að vera ein í baráttu okkar. Við erum umvafin elsku og himnesku Ijósi Drottins, sem meðal annars felst í þeim fjölda engla sem hann sendir okkur til verndar og hjálpar. Aðstæður okk- ar ekki síðri en aðstæóur þess Guös lýós sem Biblían segirfrá. Hinn sami Drottinn er meó okkur sem var meö þeim. Sömu englarnir eru á meóal okkar og hafa fylgt lýó Guðs í gegnum alla hjálpræóissöguna. Englar eru hluti af raunveruleikanum. Vió höfum því ástæðu til að fagna því aó nú- tímamenn skuli vera farnir aó gefa þeim meiri gaum, vegna þess að þeir eru óaóskilj- anlegir frá Drottni Jesú Kristi og hjálpa okk- ur að leiða leitandi fólk til hans. Egill Hallgrímsson. Heimildir Biblían, Hið íslenska biblíufélag, Reykjavík 1981. Handbók íslensku kirkjunnar, Kirkjuráó hinnar íslensku þjóókirkju, Reykjavík 1980. Catechism of the Catholic Church, Pocket ed- ition, Geoffrey Chapman, Wellington House, London 1995 Luther and the Mystics, Bengt R. Hoffman. Augsburg Publishing House. Minneapolis, Minnesota 1976. Bókin um englana, Karl Sigurbjörnsson, Skál- holtsútgáfan Reykjavík 1994. A Dictionary of Christian Spirituality. SCM Press LTD 1986. The Powers That Be. Theology for a new millennium. WalterWink. Galilee Doubleday. NewYork 1998. The Orthodox Way. Bishop Kallistos Ware. Mowbray, London & Oxford 1987. Kristilegur barnalærdómur eftir Lutherskri kenn- ingu. Helgi Hálfdánarson. Gyldendalske Bog- handel. - Nordisk Forlag. Kaupmannahöfn 1924. 28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.