Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 20
aó breyta. Ætlunin var að halda norður aft- ur en ekki varð úr því. Þarna var ég til 1999 með árshléi er ég var í Þýskalandi við rit- geróarsmíóina. Eg fór einnig aó kenna hér við guðfræðideildina frá árinu 1992. Skálholt er helgur staóur. Staóur er helg- ur vegna þess aó þar kemur fólk saman og biður. Við komum á daglegu helgihaldi í Skálholti og reynslan af því er mjög góó. Fólk getur lagt fram málefni sín fram fyrir Guð tvisvar eða þrísvar á dag. Bænastarfið er grundvöllur annars starfs. Með því aó setja þetta í gang vex annað fram þar sem þaó tekst. Þar sem Guð er staðfastlega til- beðinn frnnur fólk fyrir því og þiggur af því mikla blessun í sínu daglega starfi. Hvernig er að kenna við guðfrœðideildina? Mér þykirgott að vera hér, gaman að kenna og nemendur skemmtilegir. Þetta er einnig tækifæri til að halda sér við guðfræóilega. Reyndar hefur ekki reynst vel aó vinna á tveim stöðum, því allt vill þetta vaxa. Hér hef ég tekið þátt í endurskoóun á náms- framboói og mótun kennimannlega þáttar- ins. Eins höfum vió frá hendi kirkjunnar ver- ið aó koma á samfylgdarkerfi. Þaó byggist á því að tengjast guðfræðinemum sem ætla í prestsskap og fylgja þeim eftir síóustu árin í náminu. Þá er lögð meiri rækt við færni- þáttinn en verió hefur og Biskupsstofa hef- ur heimild til að sýna þessu fólki áhuga. Þetta lofar mjög góðu. Þarna hef ég hjálp- að til, fyrir mér skiptir mestu að vera með og gera gagn. Ætli meðhjálparinn búi ekki enn í mér? Sá veruleiki sem ég upplifði sem barn, annars vegar litla veröldin undir sænginni og svo hins vegar það stóra og mikla samhengi sem ég tengdist í bæninni hafói áhrif á mig. Ég tengdist Guði og f hjarta mér spratt fram þráin að vera meó og gera gagn. Hvað kenndi prestsþjónustan á Raufarhöfn þe'r? Úti á landi skiptir prestþjónustan oft mun meira máli en hér í Reykjavík. Byggðirnar eru viókvæmar. Flestallir fara til kirkju og sækja þangað styrk sinn. Þegar bankar og búðir hverfa finnst fólki það yfirgefið ef presturinn hverfur einnig. Þrestar eru víða mjög einir með allt starf kirkjunnar úti á landi. Þeir þurfa stuðning. Þeir eru einyrkj- ar. Prestsstarfið verður gjarnan þannig að vandamálin liggja á manni allan sólarhring- inn. Kirkjan á heldur ekki að leggja meira á fólk en það getur borió. Kirkjan, í merkingu söfnuðurinn, þarf að sýna umhyggju svo presturinn ofþreytist ekki af að bera allt uppi. Eins er mikilvægt að eiga nærhóp, hóp fólks sem biður fyrir manni og geta hvílt í því. Sá hópur þarf ekki endilega að vera í söfnuðinum. Sá sem er að drukkna gerir það oft ef hann reynir að synda, en ef hann getur hvflst heldur hann út lengur og nær landi. Vió þurfum að læra að lofa Guð í ríkari mæli, ekki síst í erfiðum kringum- stæðum. Guð nær þá til manns, endurnýjar og byggir upp, þegar við gefumst upp frammi fýrir Guði, en ekki fyrir mönnum. Nú ert þú formaður Listvinafélags Hallgríms- kirkju. Hvað hefur listin að gera með kirkjuna? Listin getur þjónað fagnaðarerindinu eins og hið talaða orð. Listin reynir sífellt að segja hið ósegjanlega. Sum skáldin t.d. ná að segja hið ósegjanlega. Sálmurinn „I dag er glatt í döprum hjörtum" er einfaldur og skýr og segir mikið guðfræóilega. Við eigum auðvelt með að taka við því í formi Ijóðs og sálms. Mér finnst of lítið rúm fyrir listina inni í guðfræðináminu, þar mætti vera meira val. En þetta er allt eins og viðkvæm- ur gróóur sem hlúa þarf að og jafnvel bíða lengi eftir að hann nái sér á strik. Listin þarf kanski ekki á kirkjunni að halda, en kirkjan þarfnast listarinnar. Hvaða augum lítur þú stöðu kristni ogkirkju í landinu? Ég er þakklátur fyrir að fá að lifa á góðum tímum margra tækifæra. Mér finnst t.d. stórkostlegt og skemmtilegt að upplifa það að skíra barn. Aður fól þetta í sér samskipti við foreldrana eina, nú eru skírnarvottarn- ir teknir með og eru margir mjög áhuga- samir um sína ábyrgð. Samtal á sér stað, hvað við stöndum fyrir sem kristnar mann- eskjur. Þetta er oft dýrmæt samvera þar Prestar eru víöa mjög einir meö allt starf kirkjunnar úti á landi. Þeir þurfa stuöning. Þeir eru einyrkjar. Prestsstarfiö veröur gjarn- an þannig að vandamálin liggja á manni allan sólarhringinn. 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.