Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 7
þekkja kristna trú takmarkað. Þetta
er svipað því að halda sjónvarpsguðs-
þjónustu. Boðskapurinn er hinn sami
og áður en ég legg sérstaka áherslu
á að allir skilji, segir Flemming. Hann
hefur fengið mikil viðbrögð, bæði við
bókinni og því sem hefur komið fram
í fjölmiðlum.
- Mjög margir hafa látið í sér heyra.
Flestir hafa verið þakklátir. Þar er
einkum um að ræða syrgjendur, segir
Flemming sem einnig hefur verið beð-
inn um að flytja hundruð fyrirlestra
um sorg sína og von.
VANTAR SVÖR
- Ég hef lesið margar lýsingar á því
hvernig þjáningin hefur breytt lífi
sumra og gefið því tilgang. Ég get ekki
gert þau orð að mínum. Ég bið Guð
daglega um að gefa mér kraft, styrk
og djörfung til að sinna verkefnum
dagsins. í stuttu máli hjálp til að lifa,
segir Flemming.
Hann talar rólega og öfga-
laust um lífið og trúna eftir harmleik-
inn íTælandi. Það virðist ekki auðvelt
að koma honum úr jafnvægi. En
hann hefur grátið mikið síðustu árin,
stundum meðljölskyldunni.
Það er ennþá hulið Flemming
hvers vegna Guð lét bylgjuna taka ást-
vini hans. Þegar hann kom með Inger
Margrethe konu sinni á staðinn þar
sem harmleikurinn varð fengu þau að
heyra að bylgjan hefði verið átta metra
há og hraðinn hefði verið að minnsta
kosti 600 kílómetrar á klukkustund.
Fjögurra tonna lögreglubátur sem lá
rétt fyrir utan ströndina hefði færst
þrjá kílómetra inn í land. En aðeins
nokkra metra frá staðnum hefði orðið
mikið minni skaði.
- Spurningin verður alltaf þessi:
Hvers vegna verndaði Guð þau ekki
gegn slysinu? Við vitum að hann gat
það en við vitum ekki hvers vegna
hann gerði það ekki. Það er og verður
mér óskiljanlegt, segir Flemming.
Jacob var 28 ára gamall og hann
var prestur í kristilegu stúdentahreyf-
ingunni í Danmörku. Flemming finnst
sérlega erfitt að skilja að Guð mætti
missa Lisbeth og Jacob. - Jacob var
góður prédikari og þau Lisbeth ætl-
uðu að þjóna Guði með lífi sínu og
vera presthjón. Þá verður enn erfiðara
að skilja að Guð hafði ráð á að láta þau
deyja.
HELDUR FAST
VIÐ VONINA
Sem guðfræðingur hefur Flemming
alltaf lagt áherslu á að Biblían sé rausæ
um afleiðingar syndarinnar.
- Frá degi syndafallsins hefur
syndin skilið að Guð og menn. Hún
hefur valdið fjandskap milli manna og
hún hefur haft áhrif á allt sköpunar-
verkið. Þess vegna koma jarðskjálftar,
farsóttir og óskiljanlegar hörmungar,
segir Flemming. En hann bætir við:
- En dag einn verður allt fært í lag. Þá
skaparGuð nýjan himin og nýja jörð.
Skömmu áður en Kofod-Svensen
fjölskyldan fór til Tælands var öll fjöl-
skyldan saman komin. Flemming tal-
aði á sunnudegi í kirkjunni þar sem
hann hefur haft guðsþjónustur frá
áttunda áratug síðustu aldar. Textinn
fjallaði um hina síðustu tíma: „Tákn
munu verða á sólu, tungli og stjörnum
og á jörðu angist þjóða, ráðalaura við
dunur hafs og brimgný" (Lúk 21,25).
- Ég hef oft hugsað um hve merki-
legt það er að einmitt þessi texti var í
brennidepli síðasta skiptið sem ég var
með Lisbeth, Jacobi og börnunum.
Flóðbylgjan sýndi okkur hvað getur
gerst „við dunur hafs og brimgný." Hið
mikilvægasta í orðum Jesú er að það
munu verða nýr himinn og ný jörð.
Haraldur Jóhannsson þýddi
7