Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2008, Síða 10

Bjarmi - 01.07.2008, Síða 10
BJÖRNSDÓTTIR HJÁ BISKUPSSTOFU BENDIR Á AÐ HVAÐ VARÐI BEINT TRÚBOÐ MEÐAL INNFLYTJENDA AF ANNARRI TRÚ ÞURFI AÐ STÍGA VARLEGA TIL JARÐAR SVO EKKI SÉ HÆGT AÐ ÁSAKA KIRKJUNA UM AÐ MISNOTA AÐSTÖÐU 99 SÍNA SEM MEIRIHLUTAKIRKJA. Ef hlutverk prests innflytjenda er skoðað sést að bein boðun3 trúarinnar er ekki á hans könnu, heldur á hann: 7. Að aðstoða innflytjendur, flótta- menn, hæiisleitendur og lang- tímagesti sem búsettir eru á íslandi, auðvelda þeim og fjölskyldum þeirra að byrja nýtt lífhérlendis og vernda mannréttindi þeirra. 2. Að koma á gagnkvæmum skilningi á milli mismunandi trúarbragða til að fyrirbyggja óþarfa fordóma sem upp geta komið gegn öðrum trúar- brögðum en kristni. í starfsskýrslu prests innflytjenda fyrir síðasta starfsár kemur fram að hann veitti erlendum ríkisborgurum 284 viðtöl og voru flest þeirra vegna mennta-og menningarmála en einnig vegna fjölskyldumála og lífskjara almennt. Þá virðist presturinn eiga gott samstarf við hagsmunaaðila inn- flytjenda s.s. Rauða krossinn, Alþjóða- hús og Mannréttindaskrifstofu ásamt því að vera einn fulltrúa þjóðkirkj- unnar í samráðsvettvangi trúfélaga. M AN N RÉTTIN DASTARF Á KOSTNAÐ BEINNAR BOÐUNAR?4 í fræðslustefnu þjóðkirkjunnar kemur fram að frumskylda starfsfólks [hennar sé] að boða trúna á Krist, fræða og þjóna náunganum. Því mætti spyrja hvers vegna prestur innflytjenda skuli leggja svo mikla áherslu á mannrétt- indastarf á kostnað beinnar boðunar. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir hjá Biskupsstofu bendir á að hvað varði beint trúboð meðal innflytjenda af annarri trú þurfi að stíga varlega til jarðar svo ekki sé hægt að ásaka kirkj- una um að misnota aðstöðu sína sem meirihlutakirkja. í svipaðan streng tekur Bjarni RandverSigurvinssonformaðurstarfs- hóps þjóðkirkjunnar um samskipti við önnurtrúarbrögð. Hann segiröll sam- skipti þjóðkirkjunnar við fólk eða hópa af öðrum trúarbrögðum grundvölluð á boðun kristinnar trúar. Sú boðun snúist ekki um að neyða einhverri trúfræði upp á fólk sem engan áhuga hafi á slíku heldur að mæta hverjum og einum í þeim aðstæðum sem hann sé, virða hann og elska og uppfylla eftiraðstæðum þarfirhans vegna þess að þannig mæti Guð okkur í persónu Jesú Krists. Bjarni bendir á að boðun fagnaðar- erindisins snúist ekki bara um það að prédika Guðs orð fyrir fólki, þó hann vilji alls ekki draga úr vægi þeirrar boðunar, heldur þurfum við að boða með öllu lífi okkar. Boðun trúar geti nefnilega tekið á sig ýmsar neikvæðar myndir og jafnvel gert það að verkum að fólk verði bólusett fyrir henni, svo sem með illa ígrundaðri framsetningu, dómhörku, tillitslausri ágengni og jafnvel hótunum og öðru ofbeldi þar sem sjálfsákvörðunarréttur sjálfráða einstaklinga er ekki lengur virtur. Undir þessi orð Bjarna ættu allir að geta tekið. Hitt er svo annað mál að hvorki þjóðkirkjan né aðrar kirkjur mega láta hugsanleg dæmi um öfga- kennda og fráhrindandi boðun verða 10

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.