Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 12
99 ALLIR ERU ÞO SAMMALA UM ÞAÐ AÐ INNFLYTJENDURNIR EIGI RÉTT Á AÐ FÁ AÐ HEYRA UM JESÚ KRIST, ÞANN SEM DÓ TIL AÐ SÆTTA ÞÁ VIÐ GUÐ. 44 verið að kalla á stefnubreytingu hjá SÍK en það hlýtur að vera hverri kirkju og hverju Kristniboðssambandi hollt að stunda naflaskoðun og spyrja sig (og Herrann) reglulega hvort áhersl- urnar séu réttar hverju sinni. FÍLADELFÍA [ hádeginu á sunnudðgum hittast inn- flytjendur á samkomum í Fíladelfíu í Hátúninu. Alda Hauksdóttir var upp- hafsmaður þessa starfs, sem hófstárið 2005, en nú hafa Helgi Guðnason og Kristín Jóna Kristjónsdóttir tekið við keflinu. Um er að ræða fólk af ýmsu þjóðerni og mæta yfirleitt á bilinu 20-30 manns í hvert skipti þó dæmi séu um mun fleiri gesti. Fólkið kemur margt úr hvítasunnukirkjum í heima- löndum sínum en það á þó alls ekki við um alla. Þegar kristinn maður býr erlendis og skilur lítið eða ekkert í tungu- máli heimamanna getur verið vand- kvæðum bundið að rækja samfélag trúaðra. Þetta kannast Helgi og Kristín við, en þau bjuggu í Belgíu um þriggja ára skeið. Sú reynsla hjálpar þeim að setja sig í spor þeirra innflytjenda sem leita til Fíladelfíu eftirtrúarsamfélagi. Markmið starfsins er að bjóða inn- flytjendum upp á kristið samfélag, en einnig að ná til nýrra einstaklinga með fagnaðarerindið. Helgi og Kristín segja að útlendingar komi frekar á samkomu ef útlendingur býður þeim en ef íslendingur geri það. Og til að auðvelda nýju fólki að koma eru þau stundum með viðburði, s.s. matar- kvöld en þá er þröskuldurinn enn lægri en á sunnudagssamkomunum. Þá er eitthvað um að innflytjendur komi á íslenskar samkomur og er þá reynt að túlka fyrir viðkomandi. Eins koma stundum íslendingar á samkom- urnar fyrir innflytjendur, en yfirleitt er þá um maka innflytjenda að ræða. Helgi og Kristín segja mikla vináttu innan hópsins og þeim líður sjálfum mjög vel innan hans. Þau segja inn- flytjendurna veita hver öðrum stuðn- ing um ýmis hagnýt mál og þá kemur reynsla þeirra sem lengst hafa búið á íslandi sér vel. Auk sunnudagssam- komanna er svo boðið upp á enskar bænastundir einu sinni í viku. TORONTOKIRKJAN Vineyard samfélagið á íslandi er á tímamótum þarsem veriðeraðbreyta því íTorontokirkju. Samfélagið verður þá hluti af Toronto Airport Fellowship (Partners in Harvest) en yfir 400 slíkar kirkjur eru út um allan heim. Thomas Stankiewicz er í forsvari samfélagsins sem hann segir reyna að ná til innflytjenda á íslandi, það sé hluti af þeirra köllun. Nú sé einn smá- hópur starfandi innan samfélagsins, en í honum er aðallega fólk frá Afríku. Þá hafi annar hópur innflytjenda frá Afríku verið í samfélaginu en sá hópur er sjálfstæður í dag. Thomas segir samfélagið reyna að ná til innflytjenda með maður á mann aðferðinni og styðja þetta fólk í því ferli sem innflytjendur þurfa að ganga í gegnum (atvinnuleyfi, atvinnuum- sókn o.s.frv.) ásamt því að boða þeim fagnaðarerindið í orði og verki. í dag eru rétt innan við 10 innflytjendur virkir í samfélaginu sem heldur sam- komur sínar í Grensáskirkju og heima- húsum. INNFLYTJENDUR SNUAST TIL KRISTINNAR TRÚAR Þegar séra Miyakó Þórðarson prestur heyrnarlausra kom fyrst til landsins var hún ekki kristin. Hún er því dæmi um innflytjanda sem skírst hefur til kristinnar trúar. Og dæmin eru fleiri. Með hjálp Biskupsstofu komst ég að því að a.m.k. tveir fyrrum búddistar frá Tælandi hafi látið skírast í þjóð- kirkjunni auk fyrrum guðleysingja frá A-Evrópu. Þá hefur séra Baldur Rafn Sigurðsson prestur í Njarðvík skírt þrjá fullorðna einstaklinga sem áður til- heyrðu öðrum trúarbrögðum. Og jafnvel fyrrum múslimar hafa látið skírast til kristinnar kirkju hér á íslandi. Séra Örn Bárður Jónsson prestur í Neskirkju skírði árið 2005 mann sem hafði verið múslími. Hann leitaði sjálfur til kirkjunnar og bað um að fá að skírast. Örn Bárður uppfræddi manninn og fékk til þess hjálp frá sr. Toshiki Toma en trúneminn hafði áður orðið sér úti um þekkingu um kristna trú í gegnum bandarískan bréfaskóla. Þegar Örn Bárður og Toshiki töldu manninn nægilega upplýstan var hann skírður við hátíðlega athöfn við messu. Eflaust er dæmin fleiri og þeim á vonandi eftir að fjölga. Kristin kirkja er kölluð til boðunar og þegar hingað flytur fólk sem ekki hefur fengið trúar- legt uppeldi eða fræðslu um kristna trú ber kirkjunni (ekki bara þjóðkirkj- unni) skylda til að boða þeim fagn- aðarerindið. Til þess eru ýmsar leiðir og ekki er víst að sú leið sem ein kirkja 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.