Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2008, Síða 37

Bjarmi - 01.07.2008, Síða 37
BERGLIND F. STEINGRÍMSDÓTTIR TÓNLIST BLESSAR EINN GÓÐAN LAUGARDAG FYRIR NOKKRUM ÁRUM VAR ÉG HEIMA AÐ LAGA TIL OG VAR MEÐ KVEIKT Á OMEGA. ÞAÐ VAR VERIÐ AÐ SÝNA FRÁ KIRKJUNNI HANS ROBERTS SCHULLERS OG VAR VERIÐ AÐ KYNNA NÆSTA TÓNLISTARATRIÐI OG SÁ ÉG ÞÁ BLIND BOYS [ FYRSTA SKIPTI OG VAR ÞAÐ MJÖG STERK UPPLIFUN. Ég settist niðurfyrirframan sjónvarpið og virkilega fann fyrir nærveru Guðs. Það blessaði mig svo mikið að ég varð ákveðin í því að útvega mér allt efni sem þeir höfðu gefið út og ætlaði að fara á næstu tónleika með þeim. En það varð árs bið á því. Sá þá beint á sviði í fyrsta skipti í Dublin árið 2005, og var ég svo heppin að fá að fara baksviðs og hitta þá í þessari ferð. Seint í október á þessu ári fór ég til Parísar til þess að fara á aðra tónleika með þeim. Fyrir þá sem ekki þekkja til þeirra þá skipa hljómsveitina Blind Boys of Alabama 7 menn, 4 þeirra eru blindir og má geta þess að einn þeirra spilar á trommurnar. Blind Boys hafa verið starfandi frá árinu 1939 með nokkrum mannabreytingum en tveir meðlimir eru upprunalegir í bandinu. Blind Boys eru þekktir fyrir gospeltónlist og hafa hlotið nokkur Grammy-verðlaun á undanförnum árum. Þeir hafa sungið með þekktum listamönnum, t.d. Stevie Wonder, Aaron Neville, Ben Harper, Mavis Staples og fleiri tónlistarmönnum. Ég hafði beðið mjög eftirvænt- ingafull eftir þessari ferð þar sem ég hafði fengið leyfi fyrir því að fara bak- sviðs eftir tónleikana og taka viðtal við þá. Tónleikarnir hófust klukkan 20 og var ég komin vel fyrir tímann til að fá gott sæti, það má segja að ég hafi hangið á hurðinni þegar þeir opnuðu inn ísal. Fékkég sæti fyrir mig og mína á 2. bekk í salnum og var alveg í skýj- unum með það. Spennan var mikil og ég fann að fólk var mjög eftirvænt- ingafullt eftir að fá að heyra í þessum blindu mönnum. Svo hófust tónleika- rnir, þeir löbbuðu inn með hönd sína hver á annars öxl. VÁ...hvað þetta var magnað. Þvílík sviðsframkoma, þeir áttu salinn alveg út af fyrir sig. Fólk stóð upp, klappaði og dansaði um allan sal. Þeir tóku hvert lagið á fætur öðru og á tímabili hélt ég að þeir væru með óskalagalistann minn að leið- arljósi. Það var frábært að sjá hvernig þessir yndislega frelsuðu menn fengu salinn til að lyfta upp nafni Guðs. Svo kom að lokum tónleikanna og stóra stundin mín var runnin upp. Það var komið að viðtalinu mínu, mér var fylgt baksviðs og þar hitti ég þá alla. Ég settist hjá trommara sveitarinnar, Ricky McKinnie og við spjölluðum heilmikið. Andrúmsloftið einkenndist af miklum kærleika og virðingu. Það er eitthvað mjög sérstakt við þessa menn, þeir gefa svo mikið af sér til annarra að það snerti mig og aðra sem með mér voru. Þeir undirbúa sig með mikilli bæn og lofgjörð fyrir alla tónleika. Ég spurði þá hvaða tónleikar væru eftirminnilegastir og sagði Ricky að þeir væru allir sérstakir og það sem blessar þá er þegar litlu börnin sem koma á tónleikana þeirra segja við þá: „Þið voruð frábærir" það virkilega gleður þá, einnig finnst þeim gaman að fá fólk sem er að koma frá hinum ýmsu löndum eingöngu til þess að hlusta á þá það gefur þeim mikið. Þeir vilja með tónlist sinni lyfta upp nafni Guðs og þeir segja að ef að nafn Guðs sé upphafið muni hann draga að sér menn, og það eru þeir svo sannarlega að gera með tónlist sinni og er fólk að taka á móti Jesú þegar það hlustar á þá. Að lokum langaði mig að vita hvort þeir hefðu skilaboð til heims- ins, og þau eru: „Við erum ekki blindir, við bara sjáum ekki, að vera blindur er ekki endilega fötlun, það er gott að dreyma Ijúfa drauma en við þurfum trú til að láta þá verða að veruleika." Þar með lauk einum margra drauma minna sem hafa ræst fyrir trú. 37

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.