Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 38
Til áskrifenda Bjarma
VAR EKKI í LAGI MEÐ SÍÐASTA TÖLUBLAÐ?
Nokkrir áskrifendur blaðsins hafa haft samband þar sem að í þeirra eintök af síðasta tölublaði vantaði nokkrar blaðsíður
og aðrar voru tvíteknar. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum sem skrifast á prentsmiðjuna. Hafi einhverjir fleiri
orðið fyrir þessu biðjum við viðkomandi um að hafa samband og munum við senda þeim nýtt eintak.
ÁRGJALD
Á undanförnum vikum hefur árgjald blaðsins verið innheimt, annars vegar með kreditkortagreiðslum hjá þeim sem til-
kynnt hafa um það, hins vegar með greiðsluseðlum sem sendir voru fyrir nokkru. Gjalddagi varsettur 15.júní og eindagi
l.júlí. Við minnum á mikilvægi þess að greiða tímanlega til aðforðast vexti. Áskrifendur sem ekki hafa greitt blaðið ítvö
eða þrjú ár verða felldir niður af skrá fyrir útkomu næsta tölublaðs.
Árgjaldið er kr. 3.300 en þau sem greiða með korti fá 300 króna afslátt sem er kostnaðurinn við innheimtu með seðli.
Þráttfyrir aukinn kostnað hækkaði árgjaldið aðeins um 100 krónurfrá því í fyrra og hefur lítið breyst á liðnum árum. Við
hvetjum sem flesta til að greiða með korti og láta skrifstofu okkar vita um það. Síminn er 533 4900. Afgreiðsla blaðsins
er á skrifstofu Kristniboðssambandsins að Grensásvegi 7, 2. hæð. Þegar gjaldið er innheimt með kortafærslu kemur nafn
Sambands íslenskra kristnboðsfélaga fram á yfirlitinu.
ÚTBREIÐSLA
Aldraðir eru nokkuð stór hluti áskrifenda og fækkar áskrifendum á hverju ári þó svo að alltaf bætist einhverjir nýir við.
Ýmislegt hefur verið gert til að kynna blaðið en betur má ef duga skal. Við hvetjum áskrifendur til þess að kynna blaðið
fyrir öðrum. Við erum tilbúin að senda kynningareintök og eins er unnt að verða margs vísari á vefsíðunni www.biarmi.
is.
Eins auglýsum við eftir kynningarstjóra sem tilbúinn væri að fara á milli kirkna og kynna blaðið í nokkrar vikur. Greitt yrði
samkvæmt árangri. Hið sama er að segja ef einhverjir hafa tök á að styðja við blaðið með auglýsingaöflun umfram það
sem þegar er um að ræða.
ÁBENDINGAR OG STEFNA
Ábendingar um efni og viðbrögð við efni blaðsinseru alltaf vel þegnar.Til að bregðast við er best að senda ritstjóranum
tölvupóst, raanar(5)sik.is eða hringja í síma 533 4900.
Við reynum okkar besta en lokaútgáfan er háð þvíað höfundartaki að sér og skili efni á réttum tíma og ekki er alltaf unnt
að sjá það nákvæmlega fyrir hversu mikið rými hver og ein grein tekur. Það starf sem tengist blaðinu á einn eða annan
hátt er að miklu leyti sjálfboðavinna og í Ijósi þeirrar staðreyndar er í rauninni stórkostlegt hversu oft hefur tekist vel
til. Við þökkum öllum sem leggja sitt af mörkum til blaðsins og Kirkjumálasjóði fyrir að styrkja útgáfu þess um 300.000
krónur í ár.
Meðal nýjunga sem nefndar hafa verið er að áskrifendur geta brugðist við greinum í blaðinu og verður það væntanlega
kynnt á næstunni. Eins er ætlunin að reyna að auka fgölbreytni enn frekar.
Ragnar Gunnarsson, ritstjóri
38