Bjarmi - 01.07.2008, Page 39
BJARMABROS JÚNÍ 2008
HEIMANÁMIÐ
Einn góðan veðurdag núna í vor var Anna litla og vinur
hennar, Nói, að sinna heimalærdóminum sínum. Eitthvað
var þetta að vefjast fyrir honum Nóa litla og stundi hann
reglulega upp að hann gæti þetta ekki og að þetta væri
svo erfitt. Þá mundi Anna litla eftir versi sem hún hafði einu
sinni heyrt úr Biblíunni og hún sagði við Nóa: „Allt megna
ég fyrir hjálp Hans sem mig styrkan gjörir." (Fil. 4,13). Þá
sagði Nói litli: „Þá skalt þú bara klára að læra fyrir mig!"
LANDRÁÐ
Ef Jesús hefði fæðst í dag þá hefðu æsifréttablöðin eflaust
fjallað svona um fæðinguna:
ÓLÖGLEGUR INNFLYTJANDI FÆÐIR ÓSKILGETIÐ BARN -
BARNIÐ VERÐUR EFLAUST KÆRT FYRIR LANDRÁÐ
BETLEHEM: Óstaðfestur orðrómur hefur verið á kreiki
um að ógift hjón frá Nasaret hafi notað vöggu sem hinn
alræmdi leigusali, Alfredo Pinchi, hafði umráð yfir og að
þau hafi fætt barn hjá honum.
„Það var ekkert rennandi vatn og gistiaðstaðan var öll full
af heyi," sögðu heilbrigðisyfirvöld. „Það var meira að segja
asni þarna inni."
„Móðirin gekk í gegnum fæðingun við vægast sagt vafa-
samar aðstæður," sagði Pontíus Pílatus, frambjóðendi
Júdeu-manna til embættis saksóknara. „Hún heldur því
fram að hún sé hrein mey."
Óstaðfestar fregnir herma að rómversk yfirvöld séu að
undirbúa ákæru á hendur barninu fyrir landráð og sam-
særi. „Það er heill haugur af fólki að hlaupa um alla borg
að halda því fram að þetta sé sonur Guðs," útskýrði Pílatus,
„og að það sé einhverjar róttækar breytingar í vændum í
trúarlífi þessa fólks."
Þrír vitringar úr austri voru handteknir af rómversku landa-
mæragæslunni við útjaðra Betlehem-borgar og höfðu
þeir meðferðis ólöglegan smyglvarning. „Við gripum
þá glóðvolga með reykelsi og mirru," útskýrði yfirmaður
landamæragæslunnar. „Þeir voru ekki með neina pappír
eða vegabréf." Vitringarnir voru handteknir og þeim síðan
fylgtyfirtil Sýrlands.
Á sama tíma og barnið fæddist þá birtist mjög björt stjarna
yfir Betlehem. „Þetta er fyrirboði um það að margt eigi
eftir að breytast í heiminum sökum gróðurhúsaáhrifanna,"
sagði fulltrúi hjá umhverfisráðaneytinu.
GJAFMILDI
Prestur einn út á landi var í miklum vanda með það hvernig
hann gæti beðið söfnuðinn sinn um að gefa meira fé til
þess að klára viðgerðir á kirkjunni. Hann ræddi því aðeins
við organistann með það hvort að það væru ekki einhverjir
sálmar eða lög sem hægt væri að spila í messunni sem
myndi efla eldmóðinn hjá fólkinu og hvetja það til þess
að gefa meira. Organistinn sagði: „Engar áhyggjur, ég finn
eitthvað út úr þessu."
í messunni ákvað presturinn að segja: „Kæru bræður og
systur, við erum í miklum vanda; viðgerðin á þakinu á kirkj-
unni kostar tvisvar sinnum meira en við gerðum ráð fyrir
og við þurfum 40.000 fleiri krónur til að ná endum saman.
Þeir sem vilja gefa 1000 krónur eða meira eru vinsamlegt
beðnir um að standa upp."
Þegar organistinn heyrði þetta, þá tók hann við að spila
þjóðsönginn.
ÞAKKIR
Einn góður prestur hér í borg hringdi inn á Morgunblaðið
og sagði: „Þakka ykkur kærlega fyrir stafsetningavilluna
sem þið gerðuð þegar þið birtuð tilkynninguna um mess-
una sem ég var með í síðustu viku.
Yfirskriftin sem ég var með fyrir prédikunina var: „Af hverju
elskar Jesú fólkið?". Það sem þið prentuðuð hjá ykkur var:
„Af hverju elskar Jesú Sjálfstæðisfólkið?"
Það hafa ekki komið svona margir í messu til mín í mörg
ár!
ÞETTA GERIR SKÍRNINA
MUN SKEMMTILEGRI
39