Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.07.2008, Page 41

Bjarmi - 01.07.2008, Page 41
HENNING EMIL MAGNÚSSON ÆVINTÝRIÐ HELDUR ÁFRAM -ÖNNUR MYND EFTIR SÖGU ÚR NARNÍUBÓKAFLOKKNUM ÁRIÐ 2005 VAR FRUMSÝND KVIKMYND EFTIR FYRSTU BÓKINNI ÚR FLOKKI SJÖ BÓKA UM ÆVINTÝRALANDIÐ NARNÍU. BÓKIN UÓNIÐ, NORNIN OG SKÁPURINN VAR UPPHAFLEGA GEFIN ÚT 1950 OG ÞVÍ VERIÐ LESIN í 55 ÁR ÁÐUR EN HÚN VAR KVIKMYNDUÐ. MYNDINNI VAR VEL TEKIÐ OG ÞÓTTI ÖLL TÆKNILEG VINNA TIL FYRIRMYNDAR. Áður höfðu verið gerðir sjónvarps- þættir fyrir BBC sem byggðu á fyrstu bókunum en þeir náðu ekki að gera öllu skil sem tengdist ævintýraheimi Narníu. Kvikmyndun Narníuævintýr- anna nýtur góðs af þeirri vinnu sem var lögð í myndirnar úr Hringadrótt- inssögu. Þær myndir voru sýndar á árunum2001-2003oghlutuverðskuld- aða atygli og lof. Af þeim mátti læra að ef kvikmynda á þekktar ævintýra- sögur sem eiga sér hóp aðdáenda um víða veröld þarf að huga vel að öllum smáatriðum og útfærslu á sögusvið- inu. J.R.R. Tolkien samdi Hringadrótt- inssögu og nefnist ævintýraheimur hans Miðgarður (Middle-Earth). Vinur hans C.S. Lewis samdi sögurnar sjö um Narníu. Þeir störfuðu báðir sem próf- essorar í Oxford. Vinsældum þeirra var ekki slegið við fyrr en J.K. Rowling hóf að gefa út bækur um drenginn Harry Potter. Báðir ævintýraheimar Oxfor- dprófessoranna eignuðust samastað í þessari veröld í Nýja-Sjálandi. Þar er tilkomumikil náttúrufegurð. Andrew Adamson, sem leikstýrir myndunum gætti þess að velja ekki sömu staði og kunningi hans Peter Jackson, sem stýrði tökum á Hringadróttinssögu, valdi fyrir Miðgarð. Annað sem hefur haft mikið að segja fyrir kvikmynd- irnar er aðkoma fyrirtækis að nafni WETA. Það fyrirtæki á heiðurinn að allri úrvinnslu á furðuverum og tækni- brellum heimanna beggja. Um þessar mundir er verið að sýna aðra myndina úr ævintýraheimi Nar- níu og heitir hún Kaspían konungsson. Hún kom út 1951, ári á eftir fyrstu bók- inni, og bar undirtitilinn: Snúið aftur til Narníu. Börnin fjögur með ættarnafnið Pevensie eru kölluð á ný til Narníu. Þau eru skyndilega hrifin þangað án þess að það eigi sér eðlilegan aðdrag- anda. Þau eru stödd á járnbrautarstöð en skyndilega hverfur allt hið kunn- uglega fyrir augum þeirra og þau eru skyndilega stödd í skóglendi. Þau grunar að þau geti verið komin aftur til Narníu en eiga erfitt með að átta sig á aðstæðum. Eitt af því sem einkennir bókaflokkinn um Narníu er tímahug- takið. C.S. Lewis var sjálfur mjög heill- aður af vísindaskáldsögum og þeirri hugmynd að tveir hliðstæðir heimar geti verið til án þess að þurfa að lúta sama tíma. Þegar Lúsía Pevensie fer fyrst til Narníu (í fyrstu bókinni) þá fer hún í gegnum fataskáp, hittir fán og þiggur hjá honum heimboð. Þegar hún snýraftur verður hún undrandi að systkini hennar hafi ekki tekið eftir því 41

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.