Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2008, Síða 43

Bjarmi - 01.07.2008, Síða 43
að okkar tímatali. Endalok Narníu ber síðan upp á árið 1949. Þannig líða ekki nema tæp 50 ár í okkar veröld meðan sagt er frá 2555 í Narníu. Ekki eru allir sammála um hvorri röðinni eigi að fylgja þegar bækurnar eru lesnar en sú fyrri hefur orðið fyrir valinu við kvikmyndun sagnanna. Það er þegar búið að leggja drög að kvik- myndun Siglingu Dagfara og Silfurstól- sins. Það eru gleðifréttir þar sem þær eru að mati undirritaðs bestu sögurnar í þessum ágæta sagnaflokki. En eitt af því sem gerir það óhjákvæmilega spennandi að fylgjast með myndu- num er hvort það takist að kvikmynda þær allar. Á meðan Hringadróttinssögu er lokið og Harry Potter í öruggri höfn vegna vinsælda á Narnía möguleika á því að nást ekki öll á filmu. Það eina sem er ákveðið er að halda áfram meðan aðsókn og fjármagn leyfa. Það virðist vera mál margra að myndin um Kaspían konungsson taki fyrri myndinni fram og sé allrar athygli verð. Því er ekkert annað að gera en að flýta sér í bíó og stuðla þannig að því að allir myndirnar verði kvikmyn- daðar og ævintýrið haldi áfram. UMRÆÐUSPURNINGAR Kvikmyndin gefurokkurtækifæri til að ræða innihald hennar við ættingja okkar og vini. Hana má einnig ræða í smáhópum. Hér eru nokkrar spurn- ingar sem birtust í Christianity, July 2008, bls. 50. Athugið að sumar spurningarnar afhjúpa söguþráðinn og geta eyðilagt fyrir ef fólk á eftir að sjá myndina. • Þegar allt er komið í óefni spyrja börnin: „Hvernig gat Aslan látið þetta gerast?" Ræðið það hvernig þessi tilvitnun endurómar útbreidda afstöðu til þjáningar. • Yngsta barnið á auðveldast með að greina rödd konungsins en er yfir- gnæft af eldri systkinum sínum. Hvað getur það sagt okkur um ungt fólk? Og hvað segir þessi atburður okkur um handleiðslu Guðs? • Aslan er stærri. Hann segir við Lúsíu: „Á hverju ári stækka ég og þú gerir það líka." Segir þetta okkur eitthvað um Guð? • Grundvallarhugsun í kvikmyndinni er setningin: „Ekkert gerist eins tvis- var." Lækningakraftaverk Jesú í guðspjöllunum eru dæmi um það sama. Hvað þýðir þetta og hvernig sjáum við það gerast í lífi okkar og samfélagi við Guð. • Kaspían virðist ekki tilbúinn. Aslan segir honum að einmitt þess vegna sé hann reiðubúinn. Hvað getur þetta kennt okkur um rétta afstöðu til stjórnunar? • (Ekki lesa þettafyrren þú hefur séð kvikmyndina!) Jes. 59.19 virðist endur- óma í niðurlagi myndarinnar. Hvað virðast síðustu atburðir kvikmynda- rinnar segja um endurkomu Guðs ríkis? * 43

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.