Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 9
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓKA 3
14. Gunnar B jarnason, alifugla- og svínaræktarráð'unaut-
ur.
15. Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunautur.
16. Haraldur Árnason, verkfæraráðunautur. Hann var
einnig framkvæmdarstjóri Vélasjóðs, en starfsemi
hans lauk 30. júní 1972. Hann fékk orlof, 9 mánuði,
frá 20. ágúst 1972 að telja, til að endurliæfa sig í
starfi, með því að sækja námskeið í Wageningen í
Hollandi í framræslu og jarðvatnsfræði frá 28. ágúst
til 14. desember og dvelja eftir það erlendis við
tilraunastörf, sækja búvélasýningar o. fl.
Iíaraldur tók að sér að mæla fyrir vatnsveitum á
sveitabæjum, en því starfi gegndi Ásgeir L. Jónsson,
unz hann hætti á miðju ári 1972.
17. Magnús Sigsteinsson, byggingar- og bútækniráðunaut-
ur.
18. Gísli Kristjánsson er aðalritstjóri og ábyrgðarmaður
Freys, en útgáfunefnd skipa Einar Ólafsson, bóndi,
Lækjarhvammi, Pálmi Einarsson, fyrrverandi land-
námsstjóri, og Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri.
Gísli hefur auk þess umsjón með forðagæzlu og fóð-
urbirgðafélögum.
19. Ketill A. Hannesson, búnaðarhagfræðiráðunautur.
Hann annast einnig forstöðu Búreikningaslofu land-
búnaðarins, sem er starfrækt samkvæmt lögum frá
11. apríl 1967. Búreikningastofan er ríkisstofnun und-
ir umsjón Búnaðarfélags Islands.
20. Jóhann Ólafsson, fulltrúi á Búreikningastofu land-
búnaðarins.
21. Guórún Gunnarsdóttir, fulltrúi á Búreikningastofu
landbúnaðarins.
22. Svcinn Einarsson, veiðistjóri. Hann starfar samkvæmt
sérstökum lögum og nýtur starfsemin beinnar fjár-
veitingar frá AlJ)ingi, en Búnaðarfélagið annast stjórn
bennar. Hann befur einnig eftirlit með minkabúum.