Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 15
SKÝHSLA BÚNAÐAKMÁLASTJÓRA
9
Halldóra Bjarnadóttir, Blönduósi,
Helpi Haraldsson, Hrafnkelsstöðum,
Helgi Símonarson, Þverá,
Jón H. Fjalldal frá Melgraseyri,
Jón H. Þorbergsson, Laxamýri,
Jóhannes Davíðsson, Neðri-Hjarðardal,
TCetill S. Guðjónsson, Finnastöðum,
Klemenz Kr. Kristjánsson, Komvöllum,
Ólafur J ónsson, Akureyri,
Sveinn Jónsson, Egilsstöðum,
Þorsteinn Sigfússon, Sandbrekku,
Þorsteinn Sigurðsson, Yatnsleysu.
Aðalskrifstofa félagsins
Aðalskrifstofa félagsins tekur við fyrirspurnum um fé-
lagsstarfsemina og sér um framkvæmd þeirra mörgu
laga, sem Búnaðarfélag Islands annast fyrir hönd ríkis-
ins. Hún sér um greiðslur allra framlaga samkvæmt jarð-
ræktar- og búfjárræktarlögum auk allra greiðslna vegna
starfsemi félagsins sjálfs.
Ritarar annast vélritun, Ijósritun og fjölritun fyrir
starfsmenn félagsins og Bxinaðarþing. Einnig sér skrif-
stofan um sölu og afgreiðslu á bókiun og ritum, sem fé-
lagið gefur út.
Helztu viðfangsefni á árinu
BúnaSarþing. Búnaðarmálastjóri undirbjó ritið Til Bún-
aðarþings 1972. I því riti er skýrsla búnaðarmálastjóra
um störf félagsins á árinu 1971, starfsskýrslur ráðunauta
félagsins og Landgræðslu Islands.
Búnaðarþing 1972 kom saman 14. febrúar og stóð til
6. marz. Þingið fékk 39 mál til meðferðar og afgreiddi
33 þeirra. Skýrsla um Búnaðarþing 1972 er birt í 85. árg.
Búnaðarritsins, bls. 155—222, og fæst líka sérprentuð. Að