Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 17
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA II
bótanefndar nautastöðvanna o. fl. atriðum í sambandi við
starfsemi þeirra.
Ncfndaskipanir til úrlausnar mála. Búnaðarþing 1972
skipaði þriggja nianna milliþinganefnd til að gera skipu-
lagstillögur um ferðaþjónustu í sveitum. Nefndin liefur
lialdið nokkra fundi, en ekki skilað áliti, er þetta er
ritað.
Nefnd til a‘ö endurskoSa löggjöf um eign og ábúðarrétt
á jörSum. Búnaðarþing 1971 fól stjórn Búnaðarfélags Is-
lands að hlutast til um við landbúnaðarráðlierra, að
hann skipaði þriggja manna nefnd, einn eftir tilnefningu
Búnaðarfélags Islands, annan eftir tilnefningu Stéttar-
sambands bænda og hinn þriðja án tilnefningar, til að
endurskoða alla löggjöf um eign og ábúðarrétt á jörð-
um, svo sem: Lög um kauparétt á jörðum frá 1948, Ábúð-
arlögin frá 1961, lög um ættaróðul, ætlarjarðir, erfðaábúð
og sölu þjóð- og kirkjujarða og lög um jarðeignasjóð
ríkisins frá 1967. Landbúnaðarráðlierra skipaði þessa
nefnd. I lienni eiga sæti Ásgeir Bjamason, alþingismaður,
formaður Búnaðarfélags Islands og bóndi í Ásgarði, til-
nefndur af Búnaðarfélagi Islands, Árni Jónasson, erind-
reki, tilnefndur af Stéttarsambandi bænda, og Sveinbjörn
Dagfinnsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu,
skipaöur án tilnefningar. Formaður nefndarinnar er Ás-
geir Bjarnason.
Nefnd þessi starfaði nokkuð á árinu 1971 og hefur
lialdið fjölda funda á árinu 1972. Mun liún skila áliti
áður en Búnaðarþing 1973 kemur saman.
Samstarfsncfnd Búnaðarfélags íslands og Landnáms
ríkisins til að gera tillögur um liversu margar grasköggla-
verksmiðjur sé eðlilegt að stofnsetja í landinu og gera
tillögur um staðarval sainkvæmt ákvæðum 55. gr. laga
nr. 45/1971. Þessi nefnd var skipuð í október 1971. I
lienni áttu sæti af hálfu Búnaðarfélags íslands ráðunaut-
arnir Árni G. Pétursson, Björn Bjarnarson og Ketill A.
Hannesson, frá Landnámi ríkisins Ámi Jónsson, land-