Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 19
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA 13
Bjarnason, Sveinbjörn Dagfinnsson, skrifstofustjóra, og
Leif Kr. Jóliamiesson, ráðunaut, Stykkishólmi.
Nefndin skilaði áliti 6. september. Stjórn félagsins
sendi álitið landljúnaðarráðuneytinu með bréfi 3. októ-
ber.
Hlutur landbúnaSarins í atvinnulífi þjóðarinnar. Eins
og skýrt var frá í skýrslu um störf Búnaðarfélags Islands
1970 og 1971, vinna þeir Árni Jónasson, erindreki, og
Gísli Kristjánsson, ritstjóri, í nefnd á vegum Stéttarsam-
bands bænda og Búnaðarfélags Islands, við að athuga
hver sé hlutur landbúnaðarins í atvinnulífi þjóðarinnar.
Nefndarmönnum vannst ekki tími til þess að sinna þessu
starfi að nokkra ráði á árinu, en Búnaðarfélag Islands
réði Sigurgeir Ólafsson, búfræðikandidat, til að aðstoða
Gísla Kristjánsson við þessi störf. Vann liann fyrir bönd
Gísla og í samvinnu við og undir umsjón Árna Jónasson-
ar um 5 vikna skeið, úr gögnum úr Skagafirði og Húna-
vatnssýslum.
Þátttaka í samtökvun með öð.rum þjóðum
Norrœnu bœndasamtökin NBC. Búnaðarfélag Islands er
aðili að íslandsdeild NBC. Sveinn Tryggvason er formað-
ur hennar, en Agnar Guðnason ritari. Aðalfundur NBC
var lialdinn í Tromsö 8.—10. ágúst. Agnar Guðnason og
Einar Ólafsson sóttu fundinn af liálfu Búnaðarfélags Is-
lands. Vísast til greinar Agnars um gerðir fundarins í
Árbók landbúnaðarins 1972.
Samstarfsnefnd landbúnaðarnefndar NorSurlandaidSs.
Aðalfundur samtakanna var baldinn í Reykjavík 3. júlí.
Þar voru mættir landbúnaöarráðlierrar Islands, Danmerk-
ur og Noregs ásamt ráðuneytisstjóram, liáttsettum em-
bættismönnum í landbúnaðarráðuneytum og fulltrúum
bændasamtaka viðkomandi landa. Af Islands hálfu mættu
eftirtaldir embættismenn auk landbúnaðarráðlierra, Hall-
dórs E. Sigurðssonar, Gunnlaugur E. Briem, ráðuneytis-