Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 20
14
BUNARARKIT
stjóri, Sveinbjörn Dagfinnsson, skrifstofustjóri, Jónas
Jónsson, ráðherraritari, Pétur Gunnarsson, forstjóri,
Sveinn Tryggvason, framkvæmdarstjóri Framleiðsluráðs
landbúnaðarins, og Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri.
Rætt var um framleiðslu og útflutning landbúnaðar-
vara, lielztu lagabreytingar á sviði landbúnaðarins, álirif
mengunar á jarðrækt og skógrækt, Efnaliagsbandalag
Evrópu, einnig EFTA, OECD og GATT. Þá var einnig
rædd samvinna á sviði tilraunamála landbúnaðarins og
að lokum starfsemi NBC og staða þeirra samtaka innan
bændasambands Evrópu og albeimssambands búvöru-
framleiðenda IFAB.
Búfjdrrœktarsamband Evrópu (EAAP). Búnaðarfélag
Islands er aðili að þessum samtökum. Aðalfundur EAAP
var haldinn í Verona á Ítalíu 7. október. Halldór Páls-
son var eini Islendingurinn, sem mætti á þeim fundi.
Hinir árlegu nefndarfundir EAAP voru lialdnir dagana
5.-—9. október. Halldór Pálsson mætti þar í Sauðfjár-
ræktardeild dagana 6.og 7. október. Helztu viðfangsefni
sauðfjárræktardeildar voru: Gildi ullarframleiðslu Ev-
rópulanda. Dr. H. B. Carter frá Bretlandi flutti mjög
vel unnið yfirlitserindi um málið. I því kom meðal ann-
ars fram, að 27 lönd, sem eru í Búfjárræktarsambandi
Evrópu og höfðu 456 milljónir íbúa 1970 eða um % hluta
mannkynsins, notuðu 628 millj. kg af breinni ull eða um
40% af ullarframleiðslu lieimsins það ár, en sömu lönd
framleiddu aðeins 174 milljón kg af hreinni nll eða um
36% af sameiginlegum ullarþörfum þessara landa. Það
sem á vantar er aðallega flutt til Evrópu frá Suðurhveli
jarðar. Búfjárræktarsambandslöndin framleiddu aðeins
5% af heimsframleiðslu fínnar ullar (Merino), 12% af
miðlungi fínni ull og 20% af grófri ull. Undir umræðum
kom fram að ullarverð liafði tvöfaldast á árinu 1972, og
voru því ullarframleiðendur bjartsýnir. Þá voru flutt
erindi um líffræðilega hæfni sauðfjár til kjötframleiðslu
og um mjólkurlagni sauðfjár og hvernig bezt væri að