Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 28
22
BÚNAÐARRIT
um, sem viðlátnir voru, svo og ýmsa af embættismönn-
um landbúnaðarins. Þá óskaði hann eftir að heimsækja
bændabýli og sjá það, sem unnt væri af landinu á þeim
stutta tíma, sem hami hafði til umráða. Fór ég með
lionum að Meðalfelli í Kjós, Oddgeirsliólum í Flóa með
viðkomu á Selfossi og Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykj-
um. Dr. Kállay taldi, að Island befði of lilla samvinnu
við FAO á sviði landbúnaðarins. T. d. liefði íslenzkur
landbúnaður ekki notið framlaga af því fé Þróunarsjóðs
Sameinuðu þjóðanna, sem Islandi væri ætlað. Þessar
upplýsingar leiddu til þess, að Búnaðarfélag Islands í
samráði við landbúnaðarráðuneytið gerði áætlun þá, sem
skýrt er frá bér að framan.
RoaldA. Peterson, yfirmaður landnýtingardeildar FAO,
kom bingað 17. des. og fór 19. des. á leið sinni til Banda-
ríkjanna eins og skýrt er frá liér að frarnan. Þar er
eiimig skýrt frá erindi hans hingað til lands.
John M. Huríter sérfræðingur í stefnumótun í landbún-
aði við Ríkisliáskólann í New Jersey í Bandaríkjunum
dvaldi bér 8. og 9. apríl. Óskaði hann sérstaklega eftir
að fá að sjá liér sauðfjárbú. Fór Ámi G. Pétursson með
hann í eins dags ferð um Árnessýslu.
Skozk ungmenni. I ágúst komu hingað til lands 24
skozk ungmenni úr sveitum á vegum Félags ungra bænda
í Skotlandi. Hafði sá félagsskapur haft samband við
Búnaðarfélag íslands með ósk um fyrirgreiðslu á þann
veg, að komið verði á skiftidvöl ungmenna úr sveitum,
þannig að liin skozku ungmenni fái að dvelja án greiðslu
á íslenzkum bændabýlum gegn því, að íslenzkir sveita-
unglingar fái sömu fyrirgreiðslu í Skotlandi. Agnar
Guðnason, ráðunautur, hafði veg og vanda af því að
koma þessum unglingum fyrir. Samkomulag tókst milli
hans og Bjarna Arasonar, framkvæmdarstjóra Búnaðar-
sambands Borgarfjarðar, á þann veg, að Bjarni kæmi
liinum skozku unglingum fyrir á bændabýlum í Borgar-
firði. Það tókst með ágætum. Búnaðarfélag Islands og