Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 30
24
15 ÚNAÐAR KIT
voru og framtíðarhag. Til þess að svo megi verða, þurfum vér að
hafa óskoraðan rétt ekki einasta yfir landinu heldur einnig land-
grunninu og auðæfum þess. í þessum málum fara saman hagsmunir
allra stétta. íslenzkir bændur voru frá öndverðu sjómcnn að öðrum
þræði. Enn í dag kemur drjúgur hluti sjómannastétlar vorrar úr
sveitum landsins. Þannig og á ótal aðra vegu eru samantvinnaðir
hagsmunir vorir til lands og sjávar.
Jafnframt þessu bréfi, sem sent er öllum bændum í landinu,
senda búnaöarsamtökin sérstakt bréf til allra búnaðarfélagsformanna
með tilmælum um, að þeir veiti móttöku framlögum í Landhelgis-
sjóð, hver af sínu félagssvæði, gegn til þess gerðum kvittunum, sem
Framkvæmdanefnd landssöfnunar leggur til. Á þvi skal sérstaklcga
vakin athygli, að framlög í Landhelgissjóð eru undanþegin tekju-
skatti, ef kvittun fylgir slcattframtali.
Að lokum skal á það bent, að ef framlög frá hverju sveitalieimili
í landinu næmi sem svarar einu dilksverði, væri það allt til samans
fjárfúlga, sein verulega munaði um í kaupum nýs varðskips. Það
væri í senn maklegt og skemmtilegt fyrir islenzkt sveitafóllc að
rétta þannig bróðurhönd samborgurum við sjávarsíðuna og leggja
um leið fram sinn skerf til sigurs í lífshagsmunamáli þjóðar vorrar.
Með beztu kveðjum,
F. h. Búnaðarfélags íslands F. li. Sléttarsainbands bænda
Ásgeir Bjarnason Gunnar Guffbjartsson
Halldór Pálsson Sœm. Friffriksson
Eftirfarandi bréf var sent formönnum allra lireppabúu-
aðarfélaga:
Hr. búnaðarfélagsformaður.
Stjórnum Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda hefurbor-
izt drcifibréf Framkvæmdarnefndar landssöfnunar í Landhclgissjóð,
þar sem óskað er aöstoðar þessara félagssamtaka við söfnunina. Stjóm-
ir samtakanna liafa komið sér saman um að skrifa sameiginlegt bréf
til allra bænda í landinu og mælast til, að þeir leggi fé af mörkum
til söfnunarinnar. Jafnfraint hafa þær ákveðið að leita lil allra for-
manna búnaðarfélaganna í landinu með ósk uin, að þeir veiti mót-
töku framlagi bænda í landhelgissjóðinn, hver í sínu félagi og kvilti
fyrir. Æskilegt er að formenn félaganna hvetji bændur til uð leggja
fram fé í þessu skyni, bæði lil að leggja áherzlu á samstöðu sína