Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 33
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA 27
an mánuS hvort, búvélanámskeiði og sauðfjárræktarnám-
skeiði. Féllst stjórn Búnaðarfélags Islands á þetta. Vegna
dvalar Haraldar Árnasonar, verkfæraráðunauts, erlendis,
gat Búnaðarfélag Islands sjálft ekki lagt til nema lítið
af kennslukröftum á búvélanámskeiðinu, en lagði fram
fé til greiðslu aðkeyptra kennslukrafta.
Vegna ótíðar og fannfergis í síðari hluta nóvember
varð að fresta sauðfjárræktarnámskeiðinu. Veröur það
haldið í apríl 1973. Áhugi ungra bænda og bændasona
er mikill fyrir þessum námskeiðum og sóttu búvélanám-
skeiðið 12 menn.
LeiSbciningar í minkarœkt. Hinn 14. febrúar 1972 sneri
stjórn Sambands íslenzkra loðdýraræktenda sér bréflega
til Búnaðarfélags Islands með ósk um, að félagið réði
ráðunaut í minkarækt, þótt varla væri um fullt starf að
ræða fyrst um sinn.
Stjóm Búnaðarfélags Islands tók þessari málaleitan
vel, en þar sem félagið hafði ekki fjárveitingu til þess
að standa straum af kostnaði við slíkan ráðunaut, sneri
liún sér til landbúnaðarráðuneytisins nieð ósk um auka-
fjárveitingu, að fjárbæð kr. 250.000,00. Sú aukafjárveit-
mg fékkst ekki, en fyrirheit um f járveitingu á fjárlögum
fyrir árið 1973. Eru nú veittar kr. 250 þúsund til þess-
arar starfsemi á fjárlögum.
Stjórn Búnaðarfélags Islands hét þó Sambandi íslenzkra
loðdýraræktenda að kosta leiðbeiningar í minkarækt á
arinu 1972, ef unnt reyndist að fá til landsins erlendan
serfræðing til að veita leiðbeiningar, enda yrði liann
valinn í samráði við Búnaðarfélag Islands.
Sú varð raun á, að eftir mikla eftirgrennslan tókst að
fá hr. N. Glem Hansen, landbúnaðarkandidat og sérfræð-
mg um minkaeldi, Trollesminde í Danmörku, til að koma
til Islands og dvelja bér vikuna 20.—26. nóvember. Ferð-
aðist bann milli minkabúanna, gaf ráð og skilaði skýrslu
um ferð sína, sem ber með sér, að ástæðulaust er að