Búnaðarrit - 01.01.1973, Blaðsíða 34
28
BÚNAÐARRIT
gefast upp við þessa búgrein, heldur þurfi að beita þekk-
ingu og natni til þess að kippa lienni í lag. Greiddi Bún-
aðarfélag Islands allan kostnað við för og dvöl hr. Hansens
hér á landi.
tltgáfustarfsemi. Búnaðarfélag Islands gefur út Búnað-
arritið, sem allir ævifélagar fá ókeypis, en ævifélagagjald-
ið er nú kr. 500,00, einnig Frey, sem færir kaupendum
hagnýtar árstíðabundnar leiðbeiningar og ýmislegt annað
efni, og Handbók bænda, sem er nauðsynleg uppsláttar-
bók fyrir bændur og alla aðra, sem eittlivað fást við rækt-
un jarðar.
Búnaðarfélag Islands styrkir útgáfu Byggðarsögu Eyja-
fjarðar, sem Búnaðarsamband Eyfirðinga vinnur nú að.
Búnaðarfélag Islands veitti 21 nemanda, sem stunda
nám við liáskóla erlendis í búvísindum, mjólkurfræði og
skógrækt, kr. 10.000,00 hverjum. Þessir nemendur eru:
Sigurgeir Þorgeirsson, landbúnað'ur, Skotlandi
Þorsteinn Guðmundsson, landbúnaður, Skotlandi
Erlendur Jóhannsson, landbúnaður, Skotlandi
Gunnar Finnlaugsson, mjólkurfrœði, Danmörku
Guðmundur H. Gunuarsson, landbúnaður, Danniörku
Grétar Einarsson, landbúnaður, Danmörku
Sigurgeir Ólafsson, jurtasjúkdómar, Danmörku
Ríkharð Brynjólfsson, jurtakynbætur, Noregi
Jón Árnason, búfjárfræði, Noregi
Þórarinn Magnússon, búfjárfræði, Noregi
Sigurður Þráinsson, garðyrkja, Noregi
Þórarinn Egill Sveinsson, mjólkuriðnaður, Noregi
Auður Sveinsdóttir, garðyrkja, Noregi
Árni Björn Haraldsson, bútækni, Noregi
Hjalti Lúðvíksson, bútækni, Noregi
Jón Loftsson, skógrækt, Noregi
Elías II. Sveinsson, búnaðarhagfræði, Svíþjóð
Einar I. Siggeirsson, kartöflukynbætur, Þýzkalandi
Ólafur Guðmundsson, fóðurfræði, Bandaríkjunum
Hólmgeir Björnsson, tilraunastærðfræði, Bandaríkjunum
Andrés Arnalds, landbúnaður, Bandarikjunum.