Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 60
54
BÚNAÐARRIT
Hákonshöllina. Frá 17. til 20. júní dvaldi hópurinn á
Voss. Þar voru bændur heimsóttir og ýmsir staðir skoð-
aðir. Öll kvöld var þátttakendum boðið til mannfagnað-
ar. Frá Voss var ekið til Óslóar. Þar voru ýmis söfn skoð-
uð og farin liópferð að Landbúnaðarháskólanum að Ási.
Farið var með skipi frá Ósló til Kaupmannahafnar og
þaðan ekið strax suður á Fjón. Ekið var um Fjón, skoð-
aður herragarður, tilraunastöðvar og fóðurblöndunarverk-
8miðja. Þátttakendum var boðiö í veizlur bæði kvöldin,
sem við dvöldum á Fjóni. Fyrir þessum boðum stóðu tvö
fóðurblöndunarfyrirtæki, sem selt Iiafa fóðurblöndur
hingað til lands, Muus og FAF. Frá Fjóni var síðan ekið
til Kaupmannaliafnar, og þaðan var farið heim 29. júní.
Ég geri ráð fyrir að flestir þátttakendur í þessari bænda-
ferð hafi verið sæmilega ánægðir með ferðina. Margir
greiddu götu okkar erlendis, og erum við þeim aðiljum
þakklátir. Fararstjóri í þessari ferð auk mín var Jóhann
Jónasson, forstjóri.
1 byrjun desember var ég svo fararstjóri í bópferð á
Smithfield landbúnaðarsýninguna í London. Tókst sú
ferð í alla staði ágætlega. Þátttakendur, sem voru aðal-
lega héraðsráðunautar, skoðuðu sýninguna og fylgdust
vel með öllu, sem þar fór fram, auk þess sem farin var
dagsferð út fyrir borgina og tvær tilraunastöðvar skoðað-
ar og fræðzt um starfsemina á þeim.
1 undirbúningi eru nú tvær bændaferðir, önnur til N-
Noregs, en hin til V.- og S.-Noregs, Jótlands, Fjóns og
endað í Kaupmannahöfn. Ráðunautar á þeim svæðum,
þar sem fyrirhugað er að ferðast, hafa tekið að sér skipu-
lagningu, hver á sínu svæði. Stefnt er að því að lialda
fararkostnaði niÖri, og að þátttakendur hafi gagn og
ánægju af ferðunum.
Athugun með grænfóður
Fengið var fræ af þeim tegundum og afbrigðum græn-
fóðurs, sem voru á markaðnum síðastliðið vor. Mældir