Búnaðarrit - 01.01.1973, Síða 69
SKÝRSLUR STARFSMANNA
63
stöðvunum staðsettir sérfræðingar, einn eða fleiri, sem
í raun og veru eru starfsmenn rannsóknarstofnananna,
sem flestar eru til liúsa í Wageningen, eins og fyrr er
getið. Við og við er svo skipt um þessa sérfræðinga á
tilraunastöðvunum, nýir sendir í stað þeirra görnlu, sem
liverfa heim, og þannig fá fleiri og fleiri tækifæri til að
komast svo að segja í beina snertingu við liin praktisku
vandamál framleiðenda, því sterk tengsl eru á milli þeirra
og tilraunastöðvanna. Þau tengsl eru í gegnum ráðunaut-
ana, sem vfirleitt eru til lnisa á tilraunastöðvunum.
Mættum við íslendingar örugglega læra sitt livað af
Hollendingum í þessum efnum, enda er samvinna þeirra
meiri en í orði kveðnu. Eins og flestum mun kunnugt
er Holland mikið ræktunarland á sviði grænmetis og
blóma, — já miðað víð stærð og íbúafjölda hið stærsta
í lieimi. Mikill meiri hluti franxleiðslunnar er fluttur út,
en langstærstu kaupendur eru Vestur-Þjóðverjar. Með-
ferð og sala á framleiðsluvörunni er með ágæturn skipu-
lögð, enda er mjög öflugt eftirlit með þeim þáttum,
ekki sízt er snertir þá vöru, sem flutt er út. Nær öll
framlciðsla er sehl á xipphoðum undir „úri“, en það er
nokkuð sérstæð söluaðferð, sem fyrst þróaðist í IToIlandi
skömmu fyrir síðustu ahlamót og hefur síðan víðar náð
fótfestu, t. d. í Þýzkalandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Það eru sölusamtök garðyrkjubænda í Hollandi, sem
reka umræddar uppboðsstöðvar, en sumar hverjar eru
óhemju stórar og hafa ársximsetningu, er nenmr frá
3.000—5.000 milljónum króna. Eru sölulaun frá 2%—
allt eftir stærð sölustöðva.
í lieild var ég mjög ánægður með dvöl mína í Hollandi,
°g tel mig liafa numið ýmislegt, sem ég vænti að geti
komið að notum við áframlialdandi leiðbeiningastörf
mín á vegum Búnaðarfélagsins. Ég kynntist fjölda sér-
fræðinga, en þau tengsl gætu einnig komið að góðum
notum í starfi. Að námskeiðinu loknu var efnt til einnar
viku áframlialds skólasetu fyrir þá þátttakendur, sem