Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 72
66
BÚNAÐARIÍIT
líka nauðsyn að fylgja slíku eftir og koma upplýsingum
um svona starfsemi og veitta viðurkenningu á framfæri
í sem flestum fjölmiðlum, þannig að sem flestir viti, að
slíkt er á döfinni.
Þrátt fyrir þrálátar rigningar voru margir garðar ágæt-
lega hirtir og færðu auðsjáanlega viðkomandi heimilum
mikla björg í bú, til nytsemdar, ánægju og bættra holl-
ustuhátta. Er þetta framtak Sambands sunnlenzkra
kveima spor í rétta átt og mætti verða öðrum fyrirmynd.
Ritari Búnaðarþings var ég, en það stóð frá 14. febrúar
til 6. marz 1972. Var það mér á margan hátt lærdóms-
ríkt og veitti mér aukna innsýn í hin fjölþættu störf
Búnaðarþings og stefnumarkandi áhrif þess á hag og
framtíð íslenzks landbúnaðar.
Allmörg erindi flutti ég fyrir garðyrkjubændur bæði
á fundum hinna einstöku garðyrkjubændafélaga og á
fundum í Sölufélagi garðyrkjumanna. Meðal þess, sem
fjallað var um, má geta um eftirfarandi:
Ný gúrkuafbrigði, bætt blómgun Prestafífla (chrysan-
themum), plöntulýsing og ljósmælingar, nýjar aðferðir
við uppbindingu á tómötum, töku jarðvegssýna, þegar
notuð er dropavökvun.
Voru erindi þessi lögð fyrir fundina í fjölriti. Einnig
ritaði ég greinar í Frey og Handbók bænda og flutti
erindi um garðyrkju og yfirlitserindi í útvarp um störf
Búnaðarþings. Einnig flutti ég erindi og svaraði fyrir-
spurnum á ferskvörunámskeiði, sem lialdið var af Sam-
bandi íslenzkra samvinnufélaga.
Ég var til ráðuneytis um hönnun lýsingakerfa í gróður-
hús og framkvæmdi mælingar á nokkrum slíkum kerfum.
Gjörlýsingarkerfi, hið annað í röðinni, var sett upp
á árinu lijá Eiríki Sæland, Espiflöt í Biskupstungum.
Hið fyrra var sett upp 1971 lijá Herði Sigurðssyni, Lyng-
ási, Biskupstungum. Þess er að vænta, að þetta sé aðeins
byrjun þess, að raflýsing verði liður í vetrarræktun vissra
tegunda hér á landi, og að á þann hátt fáist bæði betri