Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 73
SKÝRSLU R STARFSMANNA
67
nýting gróðurhúsa, bætt framleiðsla að magni og gæð’um
og tilfærsla uppskeru á þau tímabil, sem bezt lienta
markaði liverju sinni. En til að svo rnegi verða, er jafn-
framt nauðsynlegt, að verði á raforku sé í hóf stillt og
að tollar og gjöld á þeirn hlutum, sem nota þarf, séu
við hæfi. Sú raforka, sem notuð er, getur að verulegu
leyti verið fundið fé fy rir orkuveitur sökum þess, að
alveg er liægt að sneiða hjá notkun á álagstímum. Þess
skal getið, að gjörlýsingarkerfi koma því aðeins til greina,
að ræktun sé arðvænleg og skili miklum verðmætum á
hverja flatareiningu.
Ég hef teiknað fjölda gróðurhúsa á árinu, og í heild-
iimi verður ekki annað sagt en að um framfarir sé að
ræða í byggingu slíkra húsa, þótt ætíð megi finna undan-
tekningar og sitthvað, sem betur mætti fara. Veruleg
aukning varð á flatarmáli gróðurhúsa á árinu og hlut-
fallslega langmest í Hrunamannahreppi og Biskupstung-
um. Hús eru nú yfirleitt byggð í stærri einingum, en
það stuðlar að aukinni vinnuliagræðingu og lægri hlut-
fallskostnaði á tæknivæðingu þeirra, sökum þess að grunn-
kostnaður hennar er svo til hinn sami, livort sem um
stærri eða minni einingar er að ræða.
Á árinu var ein gróðrarstöð, hin fyrsta í röðinni, algjör-
lega tæknivædd að því er snertir liita og loftunarbúnað.
Þetta var garðyrkjustöðin í Fagrahvammi, Hveragerði
Það er augljóst, að handstýring þessara atriða er miklu
onákvæmari og tilviljunarkenndari en sjálfvirk stýring,
°g þess vegna ætti það að verða garðyrkjubændum hvatn-
mg til framkvæmda, a. m. k. í öllum tilfellum, þar sem
um nægilega stór, vönduð og ræktunaliræf hús er að
ræða.
Fjölda matsgerða framkvæmdi ég fyrir garðyrkjubænd-
ur og aðra aðila, vegna skemmdrar og gallaðrar vöru,
sem þeir höfðu keypt á fullu verði. 1 flestum tilvikum
' ar um innfluttar vörur að ræða, einkum græðlinga, lauka
°g hnýði. Oftast fékkst einhver leiðrétting mála.