Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 74
68
BUNAÐARRIT
Á árinu fylgdist ég með flokkun afurða hjá Sölufélagi
garðyrkjumanna, svo sem verið hefur. Hið langvarandi
sólarleysi á liðnu sumri, hér á Suðurlandi, lýsti sér glöggt
í því, að afurðir voru í heild seint á ferð og gæði yfir-
leitt lakari en á fyrra ári. Þetta varð einnig til þess, að
tippskera varð til muna minni en ella, og þar af leið-
andi varð verð til framleiðenda nú mun liagstæðara en
árið áður.
Hin löku veðurskilyrði sunnanlands á vaxtarskeiði urðu
tilþ ess, að útiræktað grænmeti varð með lakara móti og
síðvaxnar tegundir náðu tæplega nægilegum þroska.
Blómasala var yfirleitt allgóð, þó voru viss tímabil erfið
eins og ætíð má vænta. Enn varð veruleg framleiðslu-
aukning á prestafíflum (clirysanthemum) og kom það
frarn í nokkurri sölutregðu á vissum tímabilum, en þó
sízt meira en vænta mátti, ef miðað er við aukið magn
í ræktun. Ræktun á nellikum dróst enn saman, en einna
mest eftirspurn var eftir smáblómstrandi afbrigðum
þeirrar tegundar. Rósarækt virðist hins vegar aukast jafnt
og þétt og nokkur ný og álitleg afbrigði voru tekin til
ræktunar á árinu.
Innflutningur hlóma jókst. nokkuð frá fyrra ári og er
talið líklegt, að cif. verðmæti muni liafa numið 2,8—3,0
millj. króna.
Nokkuð magn tómata, gúrkna, salats, steinselju og
sveppa auk annarra tegunda var flutt inn, þegar hörgull
varð á þessum vörum á innanlandsmarkaði.
Aukin og stöðugri neyzla útheimtir, að sem f jölþættast
úrval sé til sem mestan hluta ársins og verður að skoða
þennan innflutning í því ljósi, enda sé hann miðaður
við þarfir á hverjum tíma.
Fyrirgreiðslu og leiðsögn ýmissa erlendra aðila, sem
vinna að garðyrkju og landbúnaði, annaðist ég eins og
undanfarin ár. Meðal þeirra var hollenzkur jurtasjúk-
dómafræðingur, H. van Riel frá landbúnaðarháskólanum
í Wageningen, en hann dvaldi hér á vegum rannsóknar-