Búnaðarrit - 01.01.1973, Síða 79
SKÝItSLU R STAKFSMANNA
73
þessum, og kom liún til samþykktar á 18. fundi þeirra,
sem haldinn var í London 26.-29. júní sl. Þennan fund
sótti ég af hálfu Búnaðarfélags Islands og var í því ferða-
lagi frá 25. júní til 6. júlí, en ferðalög til ýmissa stofnana
og rannsóknarstöðva og býla í Englandi voru skipulögð
eftir fundinn. Þá sótti ég ensku landbúnaðarsýninguna.
Ensku nautgriparæktar- og mjólkursölusamtökin, The
Milk Marketing Board, höfðu veg og vanda af skipu-
lagningu fundarins og ferðalaganna, og hvíldi það starf
á Mr. E. D. Ashton, sem ég hef þekkt og liaft samband
við um 20 ára skeið. Á fundinum voru ýmis mál rædd
og ekki hvað sízt mjólkurmælar og einnig tíðni vigtana
a mjólk. Síðasta dag ráðstefnunnar var umsókn Búnaðar-
félags Islands tekin fyrir og samþykkt með lófataki. For-
tnaður samtakanna bauð Island velkomið í samtökin sem
fyrsta aukaaðila, en ég þakkaði. Þótti mér vænt um, að
fundurinn var þennan dag haldinn í aðalstöðvum Milk
Marketing Board utan við London, en þau samtök
bænda í Englandi og Wales hafa unnið geysimerkilegt
starf í ræktun mjólkurkúa, sæðingarstarfsemi og sölu
nijólkurafurÖa síðustu áratugina. I öllu ferðalaginu naut
eg hinnar beztu fyrirgreiðslu svo sem ætíð áður, er ég
hef átt samskipti við þessa stofnun.
Kynbótanefnd. Miklar breytingar urðu á skipan nefnd-
annnar á árinu. Sigurjón Steinsson, er jafnframt var ril-
ari nefndarinnar, lézt liinn 23. marz. Var sæti hans autt
fram yfir mitt ár, er stjórn félagsins skipaði Guðmund
Steindórsson í nefndina, en hann hafði þá verið ráðinn
til S. N. E. til að taka við störfum ráðunautar þar. Aðrar
breytingar urðu þær, að Búnaðarþing kaus í nefndina þá
Magnús B. Jónsson, þáverandi ráðunaut, og Jón A. Gunn-
laugsson, ráðunaut, í stað þ eirra ráðunautanna Hjalla
tyestssonar og Sigfúsar Þorsteinssonar. Af þeim mönnum,
sem kjörnir voru í nefndina 1968, þegar lxún tók til starfa,
eni cnr* í henni Bjarni Arason, ráðunautur, kosinn af
Bunaðarþingi, og undirritaður, kjörinn af stjórn félagsins