Búnaðarrit - 01.01.1973, Blaðsíða 86
80
B UNAÐARRIT
og Heimisdætur reyndust mjög góðar í mjöltun, júgur
góð og spenar ágætir. Báðir liópamir vom mjög góðir
í umgengni, og engin vandkvæði komu fram í fóðmn.
Nytin lijá Heimisdætrum lækkaði mjög jafnt allt tilrauna-
skeiðið, en aftur á móti féll nyt Straumsdætra tiltölulega
meira á fyrra lielmingi þess.“
1 afkvæmarannsókn nr. 16 eru nú 15 kvígur undan
livorum þeirra, Hnokka N205 og Natan N207, og voru
þær flestar bornar í árslok 1972. Þá eru í uppeldi á 2.
ári á Rangárvöllum 41 kvíga samtals undan þeim Sæ
N213, Bakka N214 og Mjaldri N216 og á 1. ári 79 kvígur
undan þeiin Barða N218, Garði N220, Val N221 og
Laufa A16.
/ Laugardœlum lauk á árinu 1972 afkvæmarannsókn á
2. mjólkurskeiði á þremur nautum, þeim Blóma S326,
Bæti S327 og Frey S328.
Tíu dætur Blóma voru að meðaltali 42,6 mánaða gaml-
ar, þegar þær báru að 2. kálfi. Komust þær í 16,6 kg
hæsta dagsnyt og mjólkuðu á 2. mjólkurskeiði (301 degi)
að meðaltah 2855 kg með 4,34% mjólkurfitu eða 12394
fe, en 3001 kg, reiknað í 4% feitri mjólk.
Átta dætur Bætis í samsvarandi rannsókn voru 42,4
mánaða gamlar að meðaltali, komust í 16,9 kg hæsta
dagsnyt og mjólkuðu 2990 kg með 4,00% fitu eða 11957
fe, en 2989 kg, ef reiknað er í 4% feitri mjólk eftir
líkiíigu. Þrjár aðrar dætur Bætis heltust úr lestinni af
ýmsum ástæðum.
í þriðja liópnum í samsvarandi rannsókn voru 9 dætur
Freys, er voru 42,2 mánaða gamlar, þegar þær báru að
2. kálfi. Komust þær í 20,4 kg liæsta dagsnyt að meðal-
tali og mjólkuðu 3279 kg mjólk með 3,97% fitu eða
13019 fe, en reiknað í 4% feitri mjólk voru afurðir
þeirra 3264 kg.
Þá lauk á árinu í Laugardælum afkvæmarannsókn á 1.
mjólkurskeiði (301 degi) á þremur nautum, þeim Óðni
S329, Hosa S330 og Grána S332. Voru undan hvorum