Búnaðarrit - 01.01.1973, Síða 87
SKÝRSLUU STARFSMANNA
81
þeirra Hosa og Grána 10 dætur í rannsókninni, en 9
undan Óðni, þar sem ein dóttir hans ónýttist strax eftir
hurð og var fargað.
Dætur Óðins voru 29,3 mánaða gamlar, er þær báru.
Komust þær að meðaltali í 11,9 kg dagsnyt og mjólkuðu
á mjólkurskeiðinu 2487 kg með 4,17% fitu eða 10368 fe,
en 2550 kg, þegar reiknað er í 4% feitri mjólk.
Dætur Hosa voru 28,5 mánaða gamlar við burð og
komust í 14,1 kg liæsta dagsnyt. Þær mjólkuðu 2834 kg
með 4,18% fitu eða 11836 fe að meðaltali, en 2909 kg,
ef reiknað er í 4% feitri mjólk.
Gránadætur voru 29,5 mánaða gamlar við burð. Þær
komust í 12,9 kg hæsta dagsnyt og mjólkuðu 2141 kg
með 3,88% feitri mjólk eða 8317 fe, en 2104 kg, ef reikn-
að er í 4% feitri mjólk.
Á sl. hausti báru að 1. kálfi í Laugardælum 3 liópar
af kvígum, sem em nú í afkvæmarannsókn. Eru það 8
dætur Kolls S331, 9 dætur Fálka S333 og 11 dætur Gyrðis
S334. Á 2. ári eru þar í uppeldi til afkvæmarannsókna
5 dætur Stúfs S335, sem sjálfur drapst, 10 dætur Þyrnis
S336, 11 dætur Blika S337 og 9 dætur Fengs S338. Loks
eru þar í uppeldi á 1. ári 10 dætur livers þeirra, Skrauta
S339, Stjaka S346 og Hjálms S347 og 9 dætur Laufa
S350.
Bústofn á afkvæmarannsóknarstöSvunum. Frá því af-
kvæmarannsóknir liófust í Laugardælum og á Lundi lief-
ur verið venja að geta um bústofn á stöðvunum í þessari
grein. Ástæðan fyrir því var sú, að eðlilegt þótti að
kynna þá starfsemi, sem fram færi á stöðvunum, þar sem
þessar upplýsingar hirtust ekki annars staðar, og jafn-
framt, að þessar heimildir yrðu aðgengilegar á einum
stað. Nú hefur Búnaðarsamband Suðurlands síðan 1969
gefið út sérstakt ársrit um alla starfsemi sambandsins.
Er þetta myndarleg útgáfa og þar skýrt nánar frá starf-
seminni i Laugardælum en liægt er að gera hér, og verður
þessum þætti sleppt.. Er sú ákvörðun tekin í samráði
6