Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 90
84 BÚNAÐARRIT
málinu vinnur, og með tilliti til hinnar litlu reynslu, sem
enn er fengin. Á Suðurlandi bættust í liópinn Hvamms-
hreppur, Fljótshlíð, Hvolhreppur, Rangárvallahreppur,
Laugardalur, Grímsnes og Ölfus, vestustu hreppar í
Mýrasýslu, í Skagafirði Staðarlireppur, í Eyjafirði
Öngulsstaðalireppur og Svalbarðsströnd, í Suður-Þingeyj-
arsýslu Aðaldalur og loks Nautgriparæktarfélag Austur-
Skaftfellinga. Á árinu 1972 voru skýrslur yfir 5423 kýr
gerðar upp í vélum. Nú um áramótin síðustu var véla-
skýrsluhaldið aukið að mun, og bætast væntanlega yfir
4000 kýr við. Hefur Magnús B. Jónsson áfram með hönd-
um leiðbeiningar og umsjón með þessum þætti skýrslu-
haldsins á vegum félagsins.
Rá&unautafuridur urn nautgriparœkt og skyld efni.
Eins og fram er tekið í skýrslu búnaðarmálastjóra, efndi
Búnaðarfélag Islands til ráðunautaráðstefnu dagana 20.—
25. marz, þar sem nautgriparækt og ýmsir þættir kúa-
búskapar voru ræddir ásamt lieyverkun. Var ég formað-
ur þeirrar nefndar, er undirbjó dagskrána. Alls voru flutt
um 50 erindi, sein um 30 höfundar stóðu að. Ráðstefnan
var ágætlega sótt, og voru oft 80—100 manns á fundun-
um. Þar var fluttur fjöldi ágætra erinda um nautgripa-
ræktarmál, og liefði verið ástæða til að gefa þau út í
sérstakri bók og minnast á þann hátt 70 ára starfsemi
nautgriparæktar á vegum Biinaðarfélags Islands. Nokkur
erindanna verða birt í Frey á árinu 1973.
Ný félög. Hinn 13. janúar var stofnað Nautgriparæklar-
félag Austur-Skaftfellinga, og voru lög þess staðfest 17.
júlí. Eru jafnframt lögð niður eldri nautgriparæktarfélög
í sýslunni, en þau voru til í nokkrum hreppanna, þótt
starfsemi þeirra liefði legið niðri um sinn. Hinn 2. októ-
ber voru staðfest lög Nautgriparæktarfélags Fljótsdals-
hérafis, sem 9 hreppar standa að. I mörgum þeirra höfðu
um skeið verið starfandi nautgriparæktarfélög og enn í
einum tveimur, en öll voru ]»au nú lögð niður, er liið
nýja félag tók við. Ólafur E. Stefánsson.