Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 92
86
BÚNAÐARRIT
sýslu ásamt Ólafi E. Stefánssyni og flutti erindi um naut-
griparæktarmál. Dagana 31. janúar til 5. febrúar dvaldist
ég við Bændaskólann á Hvanneyri og kenndi nemendum
vélmjöltun. Á meðan ég var í Borgarfirði, mætti ég á
fundi um nautgriparæktarmál ásamt héraðsráðunaut og
fóðureftirlitsmanni ríkisins. Hinn 25. apríl flutti ég erindi
á aðalfundi Nautgriparæktarfélags Snæfellinga og daginn
eftir, 26. apríl, mætti ég á fundi í Villingaholtslireppi.
Einnig mætti ég á aðalfundi Sambands nautgriparæktar-
félaga Eyjafjarðar, sem haldinn var 8. maí á Akureyri.
Að venju fór ég nokkrar ferðir til afkvæmarannsóknar-
stöðvanna í Laugardælum og á Lundi og vaim að rann-
sóknum mínum á mjaltaeiginleikum og mælingum á
júgri og spenum.
Önnur störf. Á árinu var ég tilnefndur ritari Kynbóta-
nefndar, að ósk hennar og samkvæmt ákvörðun stjómar
Búnaðarfélags Islands. Framleiðsluráð landbúnaðarins
kaus mig á árinu í fimm manna nefnd til athugunar á
hlutfalli milli fituinnilialds mjólkur og gildandi mjólk-
urðverðs. Aðrir, sem sæti eiga í nefndinni, eru Ólafur E.
Stefánsson, ráðunautur, Pétur Sigurðsson, mjólkurverk-
fræðingur, Vernliarður Sveinsson, framkvæmdarstjóri, og
Sveinn Tryggvason, framkvæmdarstjóri, sem jafnframt er
formaður nefndarinnar.
Ég átti sæti í Ótvarpsfræðslunefnd ásamt Agnari Guöna-
syni, ráðunaut, og Árna Jónassyni erindreka. Eitt erindi
flutti ég í útvarp á árinu. Fyrirlestur um lífeðlisfræði
meltingarstarfsemi jórturdýra flutti ég við Háskóla Is-
lands.
Mikið starf var fólgið í undirbúningi ráðunautaráð-
stefnu, sem haldin var á vegum Búnaðarfélags Islands á
árinu, og flutti ég þar þrjá fyrirlestra.
Samstarfsmönnum mínum þakka ég ágæta samvinnu á
árinu.
Á þorranum 1973,
Jóhannes Eiríksson.