Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 96
90
BÚNAÐARRIT
stæði. Brást Kynbótastöðin í Laugardælum vel við þeirri
málaleitan og lánaði sæði úr holdanautunum SkotaVI og
Skota VII, þar til Nautastöðin getur notað naut frá Gunn-
arsliolti, sem í einangrun eru í vetur. Vil ég þakka for-
stjóra Kynbótastöðvarinnar vinsemd og hjálp í þessu
máli. I geymslutönkum Nautastöðvarinnar voru á sl. ára-
mótum geymd um 130800 strá.
Nautastofninn. Á Nautastöðinni voru milli 13 og 25
naut á fóðrum, á Lundi við Akureyri 3 til 7 kálfar í upp-
eldi, og ennfremur voru annars staðar 3 til 5 naut í
einangrun. 1 árslok var 21 naut á stöðinni, 3 í uppeldi
og 5 í einangrun. Slátrað var 12 nautum á árinu. 1 sviga
aftan við eftirtalin naut er tala stráa, sem til voru með
sæði úr liverju þeirra, þegar þau voru felld: Þjálfi N185
(9800), Máni S340 (2300), Rikki N189 (3500), Sær N213
(9100), Mjaldur N216 (8600), Fáfnir N215 (9200). Voru
naut þessi felld, eftir að því sæðismagni hafði verið
safnað úr liverju, sem kynbótanefndin ákvað að skyldi
frysta. Kópur N222 (0) og Fífill 71003 (0) voru með
gallað sæði, úr sæðisvökva Bakka N214 (300) liurfu nær
allar frumur sumarið 1971, og var liann því felldur í
janúar á sl. ári. Lundi 71006 (800) og Glanni 71008 (500)
voru notaðir um tíma, en við endurskoðun á vali nauta
í afkvæmarannsókn um haustið var ákveðið að fella þá.
Af nautunum í þessum árgangi voru það þessi, sem
áttu til einna minnstu kynbótagripanna að sækja. Það
óhapp vildi til, að Skáldi N217 (2900) losnaði af básnum,
og varð að fella liann nokkru síðar vegna meiðsla.
Á skrifslofunni var starfið svipað og áður. Voru aðal-
verkefnin uppgjör á sæðingarskýrslum og reikningsliald.
Áður var getið um, að sæddar kýr hefðu verið 18423 árið
1972, en innheimt voru gjöld af 21618 kúm til þess að ná
85% þátttöku þeirra búnaðarsamtaka, þar sem hlutfalls-
tala sæddra kúa var lægri. Tvö fréttabréf til frjótækna
voru send út með ýmsum fróðleik.