Búnaðarrit - 01.01.1973, Side 99
SK.ÝRSLUR STARFSMANNA
93
arar á öðrum afkvæmasýningum í Eyjafirði, og Þórariun
Sveinsson, ráðunautur, var aðaldómari á 5 hrútasýningum
í Isafjarðarsýslum. Guðmundur Pétursson, ráðunautur,
dæmdi tvo afkvæmahópa í Borgarfjarðarhéraði. Leifur
Kr. Jóliannesson, ráðunautur, dæmdi alla afkvæmahópa
að Hesti og einnig hóp að Akri í Austur-Húnavatnssýslu.
Aðstoð og samvinna liéraðsráðunauta við okkur í lieima-
héruðum var að vanda með ágætum á öllum sýningunum.
Að loknum lireppasýningum voru haldnar þrjár liéraðs-
sýningar á hrútum, í Dalasýslu, á Snæfellsnesi og í ísa-
fjarðarsýslum. Sveinn mætti fyrir hönd Biinaðarfélags
Islands á héraðssýningu í Dalasýslu, en ég á hinum tveim-
ur. Um sýningar verður skrifað síðar hér í Búnaðarritið.
San&f jársœðingar. Stöðin að Hesti í Borgarfiröi var ekki
starfrækt að þessu sinni. I Laugardælum voru nú 10 lirút-
ar, 3 kollóttir og 7 hyrndir. Fjórir lirútar bættust við á
stöðina á árinu 1972, tveir hyrndir og tveir kollóttir,
annar Jieirra frá Hesti í Borgarfirði, liinir þrír af Suður-
landi. Fjórir hrútar frá 1971 féllu út á árinu.
Lundur við Akureyri var nú með 6 lirúta, 3 kollótta
og 3 hyrnda. Þrír komu inn nýir á árinu, tveir hyrndir
frá Leirhafnartorfu í Presthólahreppi og einn kollóttur
frá stöðinni að Hesti. Sex hrútar, sem notaöir voru í
fyrra, féllu lit á árinu. Sæðingarsvæði stöðvanna voru
svijmð og undanfarin ár. Þó var að þessu sinni sent sæði
frá Laugardælum í Öræfasveit. Alls voru sæddar 7082 ær.
Geitfjárrœkt. Ríkisframlag var veitt 47 geitfjáreigend-
um á árinu 1972, sem liöfðu rúmar 200 geitur á fóðri
veturinn 1971-1972. Geitf járeigendum, sein framlags nutu,
íjölgaði um fimm frá árinu áður. Nokkrir fyrri eigend-
ur hafa fallið út, en nýir komið í staðinn. Um þessar
mundir er vitað um rúmlega 60 geitfjáreigendur í land-
inu með um 240—250 geitur og kið á fóðrum. Enn er
skýrsluhald margra geitfjáreigenda ábótavant.
l' iindarhöld og fyrirlestrar. Að vanda var rætt um f jár-
rækt og fóðrun, þegar tími gafst til, á sýningum í liaust