Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 103
SICÝKSLUR STARFSMANNA
skyldi mæta sem gestafulltrúi Búnaðarfélags Islands og
Stétlarsambands bænda á aðalfundi Norsk Bondelag
(búnaðarsamtök norskra bænda) dagana 5.—8. júlí. Fund-
arstaður var að Stryn í Norðurfirði í Vestur-Noregi inn af
Álasundi. Samgöngur þangað voru mjög óhentugar, en
þar sem ég hafði daga til stefnu, kom ég við í Svíþjóð
og lieimsótti búnaðarliáskólann í Ultuna. Var mér þar
mjög vel tekið af samstarfsfélögum, Aly Goldkulil, Sölve
Johnson og Torborg Sjögren. 1 Ultuna skoðaði ég tilrauna-
bópa með dilka og nautgripi til kjötframleiðslu, sem
voru aldir á liúsi alla stund frá fæðingu til slátrunar.
Sá ég þar og í grennd nokkrar hjarðir af Gotlandspelsf jár-
kyninu.
Fundurinn í Stryn var sambland af menningarsam-
komu og stéttarbaráttu. Trygve Bratteli þáverandi for-
sætisráðherra, mætti sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar, þar
sem landbúnaðarráðherra var staddur á ráðberrafundi
bér beima á Islandi um þær mundir. I ræðu er liann
flutti á liátíðarsamkomu fundarins, gat liann þess, að
við þetta tækifæri vildi hann ekki ræða stórpólitísk
málefni, en þó vildi liann segja landsfundinum frá því,
að ríkisstjórnin ráðleggur norsku þjóðinni að segja já
við inngöngu í efnaliagsbandalagið. Meiri liluti fundar-
manna voru andvígir aðild, sem og norska þjóðin í lieild,
eins og síðar kom fram við atkvæðagreiðslu.
I Noregi falla úr byggð fleiri liundruð bændabýli á
ari. Þau eru ekki öll stór, en samt sem áður liættir þar
matvælaframleiðsla. Aðalræðu liátíðarsamkomunnar flutti
dr. Ulf Hafsten prófessor við háskólann í Þrándheimi.
Hann nefndi efnið, er bann tók til meðferöar, „Bænda-
samfélag — Tækniveldisþjóðfélag“ undirliðir — ágrein-
ingur og erfiðleikar. Hann tók þar til meðferðar þéttbýli,
fólksfjölgun, matvælaframleiðslu og uppskerugæft land.
A lok ræðu sinnar sagði liann svo: „Á þeim liálftíma
sem ég hafði hér til umráða, fannst mér rétt að fara
7