Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 104
98
BÚNAÐARRIT
ítarlega út í þá lilið málsins, sem mér persónulega er
fyrsta boðorð, á þeim þrengingartímum sem við mætum
á komandi árum: ÞaS verSur aS varSveila rœktanlegt
land. Ég trúi því, að þörf fyrir mat verði svo mikil og
verðlag á matvælum það hátt, að jafnvel matvælafram-
leiðsla á norðurlijara upp að snælínu verði hagkvæm“
(muni borga sig).
Upp úr miðjum júlí var liér á ferð Félag ungra fjár-
ræktarmanna frá Grænlandi, um 40 manna hópur. Ég
var fararstjóri þeirra um Borgarfjörð þann 19. þ. m.
Farið var um Þingvelli og Uxahryggi, komið að Hesti,
Gilsbakka og Hvanneyri. Var þeim skýrt frá fjárrækt
okkar Islendinga, leiðbeint nm mat og dóma á lifandi fé,
og lögð sérstök áherzla á fóðrun, fóðurforða að hausti
og fyrningar. Komið var við í Hvalstöð og litið á hval-
skurð í suðurleið. Óskuðu þeir eftir að hjóða heim ís-
lenzkum ráðunaut til að leiðbeina um fjárrækt og fjár-
val að hausti, sem ekki varð af í ár. Um síðustu helgi í
ágúst var farin liópferð héðan að sunnan á sumarfund
Félags íslenzkra búfræðikandidata að Laugum í Reykja-
dal. Ekið var norður Sprengisand og til baka suður Kjöl.
Fénaður lá þá í þéttum hnapp og örtröð við afréttar-
girðingu á Auðkúluheiði. Stór svæði á þessum hálendis-
leiðum, þólt gróðurflákar væru, virtust ekki hafa af
miklu að miðla til fjárbeitar. Sunnudaginn 5. nóvember,
völdum við Sigurður Sigurðarson, dýralæknir, hrúta að
sæðingarslöðinni í Laugardælum, til að djúpfrysta úr
sæði til útflutnings lil Noregs.
Sæðistaka og frysting gekk samkvæmt áætlun, og
nokkrir frystir skammtar voru reyndir hér að þessu
sinni. Niðurstöður þeirrar atliugunar mun liggja fyrir að
vori.
Þann 3.—11. desember var ég einn af mörgum, sem
fór í hópferð Búnaðarfélags Islands á Smithfield sýning-
una í London. Þar var margt fróðlegt að sjá, þótt húfé
og þó sérstaklega kjötsýning væri nægilegt efni að vinna