Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 105
SKÝRSLUR STARFSMANNA
99
úr. Þá heimsóttum við einnig tilraunastöðvar að Hurley
og Reading. Þar eru í gangi gagnmerkar tilraunir, sem
mikið má læra af. Þann 19. desember fórum við Sveinn
Hallgrímsson og Jónas Jónsson ásamt R. Peterson frá
F. A. 0. og skoðuðum búið að Oddgeirsbólum í Hraun-
gerðishreppi, og athuguðum einnig gróðursamfélög og
jarðveg, þar sem leið okkar lá um. Ferðadagar í starfi
urðu 85 á árinu.
Skrifstofan. Þar voru störf eins og áður, persónuleg
viðtöl, símtöl, skýrslugerðir, lesið yfir nýjar fjallskila-
samþykktir og skriftir. Fyrirhugað var sauðfjárræktar-
námskeið að Skriðuklaustri í Fljótsdal í nóvembermán-
uði og fór talsverður tími í að undirbúa það. Vegna
otíðar varð þó ekki úr námskeiðslialdi að svo stöddu, en
verður væntanlega liáð með vordögum. Ég skrifaði auk
starfsskýrslu tvær greinar um sauðfjársýningar í Búnaðar-
nt 1972, tvær greinar í Frey og eina grein í Handbók
bænda 1972.
önnur störf. Sainstarfsnefnd Búnaðarfélags íslands og
Landnáms ríkisins, um grænfóðurverksmiðjur, lauk störf-
um í apríhnánuði með ítarlegri greinargerð. Þann 22.
marz fóru nefndarmenn flestir ásamt Sonne Frederiksen,
sem er þekktastur danskra búvísindamanna á þessu sviði,
og skoðuðu verksmiðjurnar að Gunnarsholti og Hvols-
velli. Við' Guðmundur Jósafatsson lukum snemma árs,
uppkasti að lögum fyrir hreppabúnaðarfélög, við lítinn
orðstír. Með bréfi frá stjórn Búnaðarfélags Islands dag-
settu 25. janúar var mér falið að starfa í nefnd er gera
skyldi grein fyrir viðliorfi Búnaðarfélags Islands um
verkefni næstu ára á sviði gróðurverndar og gróðurnýt-
ingar. Aðrir nefndarmenn voru Agnar Guðnason, Páll
Sveinsson, Hjörtur E. Þórarinsson, og Sveinn Hallgríms-
son og var ég kosinn ritari nefndarinnar. Nefndin skil-
aði áliti sínu 27. marz. Þann 13. janúar fól stjórn Bún-
aðarfélags íslands mér að gera uppkast að reglum um
gæðamat á æðardún. Málið var afgreitt frá minni liálfu