Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 109
SKÝRSLUR STARFSMANNA
103
nýstofnuð, og Lýð ég þau velkomin til starfa, en bæði Sf.
Skógarstrandar og Sf. Roði eru gömul félög. Raunar hefur
Roði aldrei liætt starfsemi, en skýrslur félagsins hárust
of seint árið áður, til að hægt væri að greiða framlag á
starfsemi þess það árið. Þrjú félög, sem nutu framlags
árið 1969—’70, nutu ekki framlags nú. Þau eru: Sf. Yon,
Dalasýslu, Sf. Prúður Rauðasandshreppi, Barðastranda-
sýslu og Sf Höfðalirepps, Austur-Húnavatnssýslu. Ær, sem
nutu framlags árið 1970—’71, voru 48.231 eða 3.512
fleiri en árið áður. Auk þess var greitt framlag á 981 I. v.
lirút og 48 lirúta, sem fengið hafa góða afkvæmadóma.
Afkvœmarannsóknir voru gerðar og nutu framlags sem
hér segir árið 1970—’71:
Fjöldl Fjöldi
FJárræktarfélag — Staður hópa áa
1. Mávahlíð, Borgarfirði ......................... 26 399
2. Sf. Kirkjubólshrepps, Strandasýslu ................ 6 72
3. Sf. Öxfirðinga, Norður-Þingeyjarsýslu ............. 5 65
4- Sf. Borgarfjarðar, Norður-Múlasýslu ............... 4 86
5. Sf. Breiðdæla, Suður-Múlasýslu .................... 6 73
6. Sf. Mýrahrepps, Austur-SkaftafeUssýslu ........... 15 288
Sf. Skeiðahrepps, Árnessýslu ...................... 5 60
8. Sf. Gnúpverja, Árnessýslu ......................... 5 60
Samtals 57 1103
Afkvæmarannsóknir eru minni á þessu ári en árið á
undan. Er það illa ef þeim fer fækkandi því þetta er án
efa sá þáttur starfsins, sem mesta álierzlu ætti að leggja
a. Haustið 1971 liófust rannsóknir í þremur fjárræktar-
félögum í Austur-Skaftafellssýslu: Sf. Mýralirepps, Sf.
Lónsmanna og Sf. Borgarhafnarhrepps. Þar var því hafin
afkvæmarannsókn á 28 lirútum og lokið rannsókn á 24
haustið 1972. Rannsókn á 4 lirútum varð að liætta við
vegna lambaláts. Haustið 1972 munu hafa verið Iiafnar
rannsóknir á Snæfellsnesi og í Sf. Kirkjuhólshrepps,
Strandasýslu að nýju.