Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 110
104
BUNAÐARUIT
Hrúta og afkvœmasýningar. Ég mætti á afkvæmasýn-
ingum í Eyjafirði dagana 15.—18. september. Ég mætti
sem aðaldómari á lirútasýningum í Strandasýslu og í
Dalasýslu og á afkvæmasýningum í sömu sýslum. Laugar-
daginn 14. október var liéraðssýning á hrútum í Dala-
sýslu. Mætti ég þar sem aðaldómari fyrir Biinaðarfélagið.
Fundir og ferSalög. Ég mætti á nokkrum fundum hjá
fjárræktarfélögum í febrúar, marz og apríl og fór í
lengri og skemmri ferðalög vegna starfsins. Þá fór ég
tvívegis til að líta á lirúta, er taka átti á sæðingarstöð.
1 fyrra skiptið var farið að Kálfliolti, Ásahreppi og Teigi
í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu til að líta á lirúta, er tekn-
ir voru á sæðingarstöðina í Laugardælum, og hitt skiptið
var farið norður á Sléttu, Norður-Þingeyjarsýslu, og skoð-
aðir lirútar í Leirhöfn og Miðtúni, en þaðan voru teknir
hrútar ú sæðingarstöðina að Lundi við Akureyri. Lengstu
feröalögin voru í sambandi við hrútasýningar, afkvæma-
sýningar og afkvæmarannsóknir. Yar ég m. a. 10 daga
í Austur-Skaftafellssýslu í sambandi við rannsóknir á
föllum tvílembingsliriita úr afkvæmarannsókn. Voru í
því sambandi dæmdir og mældir um 420 skrokkar. Auk
þess voru metnir um 100 skrokkar úr öðrum atliugunum.
Nokkrar ferðir fór ég með útlendinga á vegum Búnað-
arfélagsins og tók á móti lióp bænda frá Noregi í ágúst
og ferðaðist m. a. um Borgarf jörð með þeim laugardag-
inn 12. ágúst. Var þessi hópferð norsku bændanna skipu-
lögð af Arinbimi Jóhannssyni Kúld, cn bann er íslend-
ingur, en starfar sem béraðsráðunaulur norðarlega í Roga-
landsfylki á Vesturströnd Noregs.
Á skrifstofunni vora störfin eins og venjidega, bréfa-
skriftir, viðtöl við menn, innlenda sem erlenda o. fl. þess
báttar. Mestur tími fór samt, eins og áður, í uppgjör á
skýrslum fjárræktarfélaganna og útsendingu á uppgjöri
og gögnum í sambandi við félögin. Á þessu ári fór meiri
tími en áður í uppgjör á afkvæmarannsóknum, bæði
rannsóknum, sem gerðar voru í liaust og öðrum eldri,