Búnaðarrit - 01.01.1973, Side 115
SKÝRSLUR STARFSMANNA
109
Hrossarœktarrá'öunauturinn
Hrossaræktarsambönd eiu nú fimm starfandi í landinu.
Sunnlendingar gerðust allröskir við stóðliestakaup, að
afstöðnu fjórðungsmóti í sumar, keyptu Mósa 773 frá
Norður-Prestlnisum í Mýrdal, Stíganda 728 frá Hesti,
Borg., og fengu að gjöf frá fjórðungsmótinu IColbak 730
frá Gufunesi. Folarnir eru allir fæddir 1968, voru sýndir
i sumar og verðlaunaðir, Mósi og Stígandi með 2. v., Kol-
bakur 1. v.
Þessir stóðhestar sambandsins voru sýndir: Glói 565 og
Blesi 577 hlutu 1. v. og Hrafn 628 hlaut 2. v., allir fyrir
afkvæmi. Einstaklingsdóm lilutu Sörli 750 1. v., Jarpblesi
637 2. v. og Leiri 708 2. v. Hrafn 728 var í afkvæmarann-
sókn og kom fremur vel út. Notaðir voru 17 stóðhestar
til 283 liryssna, sem á skýrslu komu, en slæmar heimtur
ui'ðu á Jicim úr Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvalla-
sýslu.
Aðalfundur var haldinn 11. maí og sat ég hann. Stein-
Þór Runólfsson, Hellu, sem gengt liefur störfum féhirðis
1 stjominni, baðst undan endurkjöri. Var hann góður
starfsmaður, áliugasamur og hugmyndaríkur og lét sér
hag sambandsins miklu varða. Sigurbergur Magnússon,
Steinum, Rangárvallasýslu, var kosinn í stjórnina.
Vestlendingar afkvæmarannsökuðu Gust 638 frá Kletti.
Beyndust afkvæmin fremur illa, voru lundköld og gang-
treg, og var Gustur vanaður. Keyptur var Roði 805 frá
Brúnastöðum, Skagafirði, f. ’61, sem hlaut 2. v. á Vind-
heimamelum sl. sumar. Sambandið leigði vorið ’71 tvo
pekkta stóðhcsta, Neista 587 og Sörla 653. Notaðir voru
24 stóðhestar lil 478 hryssna. Aðalfundur var haldinn 22.
apríl, og sat ég hann. Formaður sambandsins, Símon
teitsson, vildi hætta störfum vegna heilsubrests og langr-
ar forystu, en fundarmenn lögðu að lionum að stjórna