Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 117
SIÍYRSLUR STARFSMANNA
111
SkuggafélagiS í Borgarfirði liafði í rœktunarstarfinu 61
tamda hryssu og 10 unghryssur á tamningarahlri. Stóð-
hestar: Þokki 664, Flóki og Kolhakur 730 frá Gufunesi.
Tamin voru nokkur liross félagsmanna að Hesti af Eyjólfi
Guðmundssyni frá Eiríksstöðum. Árleg hrossaskoðun fór
fram 30. októher til 2. nóvember.
KirkjubæjarbúiS sýndi í sumar 2 hryssur, sem hlutu 2. v.,
og 2 stóðhesta, Þátt 722, sem hlaut 1. v., og Ljúf 719, er
hlaut 2. v. Þáttur er einliver fríðasti og álitlegasti reið-
hestafaðir, sem nú er til í landinu. Ungviði mældi ég
þar öll.
HólabúiS. Stjómin liélt fund 15. oklóber, en Sigurður
Haraldsson liefur sagt af sér setu í stjórn húsins vegna
fjarlægðar og óhagræðis af þeim sökum að fylgjast með
gangi starfsins. En Sigurður ogH. J.Hólmjárn völdu liryss-
ur i upphafi 1963, sem grannstofn liins nýja ræktunar-
bús. Ungliross öll mældi ég 15. október, 11 folöld heima-
fædd voru sett á vetur og 2 merfolöld aðkeypt frá Vatns-
leysu og Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit. Feöur þeirra
voru: Glaður 404 (2), Reynir (2), Sómi 670 (7) og þau
aðkeyptu voru undan örvari á Hólum (2).
b jalla-Blcsi, stofnað 12. apríl 1972, er stofnræktar-
félag undir Eyjafjöllum. Það liyggst rækta rauðblesótla
gæðinga út af Óðni frá Núpakoti. Notaðir voru Blesi 577
frá Núpakoti og Asi 768 frá Eyvindarhólum, sem er sonur
Blesa 577 og dóttursonur liins glæsilega stóðhests, sem
nú er fallinn, Glóblesa 455 frá Eyvindarhólum. Væri
álitlegt að ná kostum beggja ættanna í framtíðarhestinn.
Stofnhryssur eru nú 17, þar af aðeins 6 tamdar. Ég inældi
hross hjá félagsmönnum 11. og 12. nóvember. Formaður
ei Albert Jóhannsson, Skógaskóla.
Hrossaraiktarsamband íslands liélt aðalfund 6. maí á
Selfossi, og sat ég liann. Fundurinn var líflegur og margt
rætt, og er eðlilegt, að framkvæmdaraðilar lirossarækt-
unarstarfsemi í landinu komi til fundar einu sinni á ári
°g heri saman bækur sínar. Nokkrar tekjur liafa þegar