Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 118
112
BUNAÐARRIT
fengizt af útflutningi stóöhesta. Fuiularmcnn óku að
Hellu, til að skoða Tamningarstöð Geysis og að Hrafn-
kelsstöðum, þar sem reknar voru tvær tamningarstöðvar
og auk þess margir stóðhestar á eldi. Þótti mönnum mik-
ið starfað að lirossaræktarmálum lijá þeim hræðrum,
Þorgeiri og Haraldi Sveinssonum, fóðrun til fyrirmyndar
og ræktunarárangur augljós, m. a. í því live hrossin voru
álitsfögur og samstæð. Höfðu menn ekki fyrr komið á
bóndabæ, þar sem annað eins var að sjá, livað þá meira.
Rausnarlegar veitingar voru þegnar af gestgjafa, Hrossa-
ræktarsambandi Suðurlands. Vestlendingar tóku nú við
stjórn sambandsins til næsta aðalfundar.
Sýningar á Su&urlandi voru haldnar á tímabilinu frá
16. til 28. maí. Ráðunautarnir Pétur Hjálmsson, Guð-
mundur Stefánsson og Einar Þorsteinsson völdu með
ntér kynhótahross til þátttöku á fjórðungsmóti.
FjórSungsmát var haldið á Rangárbökkum við Hellu
1. og 2. júlí, og báru hita og þunga af því starfi hesta-
mannafélögin á Suðurlandssvæðinu. Hestamannafélagið
Geysir í Rangárvallasýslu liafði endurbyggt skeiðvöll
af myndarskap, og telst hann nú beztur á landinu. Til
þátttöku voru valdir 52 stóðhestar, 48 komu, og 76 kyn-
bótahryssur, 68 komu. Stóðhestar flokkuðust þannig, að
1. v. hlutu 7 hestar, 2. v. 33 liestar og 3. v. 8 hestar. Af
þeim voru 18 úr Árnessýslu, 11 úr Rangárvallasýslu, 5
úr V.-Skaftafellssýslu, 4 vestan Heiðar, en 12 víða að af
landinu (allt miðað við fæðingarstaði). Verðlaun á stóð-
hesta voru samtals kr. 72.400,00. Hryssur flokkuðust
þannig: 1. v. hlutu 23 hryssur, 2. v. hlaut 41 hryssa og
3. v. hlutu 4 hryssur. Verðlaun alls kr. 35.100,00 á hryss-
ur. Vegna rúmleysis á dagskrá var ekki hægt að sýna af-
kvæmahópa gamalla og fallinna kynbótahesta og var
það skaði. Auk fyrmefndra dómnefndarmanna vom í
dómnefnd ráðunautamir Hjalti Gestsson og Leifur Kr.
Jóhannesson. Albert Jóliannsson var aðalritstjóri sýn-
ingarskrár.