Búnaðarrit - 01.01.1973, Blaðsíða 122
116
BÚNAÐAKRIT
þetta sem aðalatvinnu, og félagsskipulag er í molum.
Það er oft á dagskrá að hefjast handa um sameiginlega
félagsstofnun alifugla- og svínabænda, en áliuginn er
takmarkaður enn sem komið er, enda eru framleiðend-
urnir mjög ólíkir og liafa mismunandi liagsmuna að
gæta eftir búskaparháttum og bústærðum. Menn þessir
liafa náð ótrúlega góðum tökum á að samlagast markaði
og eftirspurn, og hvet ég alla nýbyrjendur til gætni
vegna markaðsaðstöðunnar.
Varpliænufjöldinn (þ. e. framleiðslustofninn) heftir
aukizt talsvert á skattaframtali síðustu ár, en þessi aukn-
ing er að talsverðu leyti fjölgun á holda-varphænum til
framleiðslu á lioldakjúklingum (broiler), enda er greini-
lega mikill vöxtur í neyzlu kjúklingakjöts. Framtalin
undaneldissvín eru um 720 og varphænur um 180,000.
Ég áætla, að neyzla svínakjöts og fuglakjöts sé um 1000
tonn livort fyrir sig, og eggjaneyzla sé um 1600 tonn.
Hestaútflutningur gekk vel á liðnu ári. Alls voru flutt
út um 1000 liross, þar af seldi SlS um 900, en árið 1971
voru um 770 hross seld úr landi. Verð lirossanna fer
hækkandi, sérstaklega eykst eftirspurn eftir tömdum
gæðingum. Tilraun var gerð með sölu líffolalda til Frakk-
lands, og fengu bændur um kr. 4000,00 meira fyrir þau
en á sláturmarkaðinum innanlands liaustið 1971. Meðal-
verð til bænda samkvæmt rannsókn, sem gerð var í kaup-
félögunum í Rangárvallasýslu, Húnavatnssýslu og í Skaga-
firði, var liaustið 1971 um kr. 5400,00 á folald, en SlS
greiddi bændum kr. 9.500,00 út í liönd fyrir hvert folald,
sem keypt var og selt til Frakklands í októbermánuði sl.
Verðlag veldur þessari verzlun mestum örðugleikum
bæði meðal seljenda og kaupenda. Menn athugi það, að
liestaverzlunin liefur aldrei notið neinna fríðinda eða
uppbóta, eins og aðrar landbúnaðarvörur, og sl. ár munu
hrossin liafa verið eina söluvara frumatvinnuveganna á
erlendum markaði, sem engar útflutningsuppbætur fékk,
því að sjávarútvegurinn hlaut verulegan stuðning. Kostn-