Búnaðarrit - 01.01.1973, Blaðsíða 123
SKÝRSLUR STARFSMANNA
117
aður við hestaútflutninginn er mikill, auk þess sem inn-
flytjendur þurfa að greiða 20% toll og 10% söluskatt af
c. i. f.-verði hrossanna í erlendri höfn. Hér á landi lxækka
búvörur eftir sérstöku íslenzku dýrtíðarkerfi, sem erlend
verðlagsmyndun tekur ekki til greina. Af þeim sökum
verður hrossasalan tiltölulega erfið, þegar komið er að
gengisfallsástandi liérlendis.
Þegar talað er uin það, að verð á íslenzkum liestum
erlendis þurfi að liækka, þá er rétt að taka mið af því,
að nú seljast íslenzk, töltgeng reiðhross á 3000 til 4000
þýzk mörk, en góð reiðliross af arabískum kynjum eða
hlendingskynjum eru seld á 2000—3000 mörk. Norskir
Vestlandshestar, sem nothæfir eru til reiðar, eru seldir á
um 1500 mörk og reiðhestar úr Balkan-löndum, svipaðir
okkar liestum að stærð, en ekki töltgengir, eru seldir í
þúsunda tali á liestamörkuðum Efnaliagsbandalagsins á
1200—1600 mörk. Þegar ég var við nám í Danmörku
fyrir stríð, voru keyptir þar í landi 2—3 íslenzkir hestar
fyrir verð eins norsks Vestlandshests, en nú hefur þetta
snuizt við. Þá má einnig hafa mið af því, að samkvæmt
landauramati og ævagamalli verðlagsþróun, þá voru reið-
liestar og góðir brúkunarhestar metnir og seldir á kýr-
verði, sem sl. ár var 35—40 þúsund krónur, og mun láta
nærri, að þetta sé meðalverð, sem hændur fengu fyrir
tamda hesta. Samkvæmt sömu venju fengust 2 hross
3- 4 vetra, ótamin, fyrir kýrverð, og ættu menn samkvæmt
þcirri venju að sætta sig við 18—20 þúsund krónur fyrir
tryppið. Þetta læt ég koma liér fram, svo að menn liafi
eitthvað raunhæft til viðmiðunar, en svífi ekki skýjum
°far, þegar um verðlag liesta er að ræða. Enn sem fyrr á
timum þekkist svo yfirverð á einstökum úrvalsgripum, en
slíkir gripir voru kallaðir „metfé“ og voru ekki metnir
eflir landauramatinu. Hvort slíkir „metfjárprísar“ eru
hærri eða lægri nú en fyrr á öldum skal ósagt látið, þó
veit eg ekki til, að hestar séu nú greiddir með bújörðum.