Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 135
SKÝRSLUR STARFSMANNA
129
að liækka tekjuliði á móti. Ákvað útgáfustjóm því að
liækka áskriftargjaldið á árinu 1973 í 400 krónur ár-
ganginn og sjá svo, live langt 50 króna hækkun frá fyrra
ári hrekkur til að vega móti vaxandi kostnaði. Verður
magn útgáfu við það miðaö.
Hópur áskrifenda í sveitum er lítið hreyttur, fækkar
eða fjölgar til skiptis lítillega frá ári til árs, en í liöfuð-
borginni fækkar þeim í samræmi við fækkun gamalla
bænda, sem þangað liafa flutt og hverfa af þessum
heimi, en þeir liafa margir reynzt trúir lesendur Freys
um áraröð eftir að þeir komu lil höfuðborgarinnar.
2. Almenn búnaðarfræðsla
1 nútímaþjóðfélagi fara samskipti fólks sívaxandi með
notkun liinna svonefndu ,,fjölmiðla“, þ. e. prentuðu máli,
Idjóðvarpi og sjónvarpi. Ahnenn fræðsla hefur verið
tekin til meðferðar í þessuin sviðum og er búnaðarhlaðið
1’reyr að sjálfsögðu liður liins prentaða máls, sem nær
til bændastéttarinnar sérstaklega, en um vettvang lians
er rætt í 1. tölulið þessarar skýrslu. Aðrir þættir á
þessu sviði, sem á lilutverkaskrá minni liafa verið árið
1972 eins og einatt fyrr, eru eftirtaldir:
A. Eins og um síðastliðin 18 ár lief ég haft umsjón með
myndasafni Búnaðarfélagsins. Ég gat þess í síðustu
skýrslu, að með tilkomu sjónvarpsins liafi áhugi fólks
a kvikmyndum farið þverrandi. Þetta er ekkert sér-
stakt hér á landi, liliðstætt gerist og með öðrum þjóðum.
Kvikmyndir um landhúnað og lieimilisfræði eru því
langtum minna notaðar en gerðist fyrir nokkrum árum
°g skólar, sem annast kemislu í þessum greinum, nýta
ukki að marki það myndasafn, sem er í eigu Búnaðar-
félagsins. Helzt er spurt urn kvikmyndir til skemmtunar,
en myndasafn félagsins er ekki af því tagi heldur nær
það yfir fræðslumyndir fyrst og fremst.
s