Búnaðarrit - 01.01.1973, Síða 142
136
BUNAÐARRIT
aldri. Til stofunnar leituðu eftir vinnu 201 (197) lcarl-
maður eldri en 16 ára, 202 (210) konur á sania aldurs-
skeiði, þar af 133, sem spurðu eftir ráðskonustöðum,
371 (345) drengur 12-—15 ára og 159 (150) telpur á
sama reki.
Þess er enginn kostur að slá neinu föstu um það, liversu
þessi vistarmál liafa ráðizt. Þeir eru furðu fáir, sem
sinna gefnum loforðum um að tilkynna þær málalyktir.
Yerður ekki á milli séð, livorir gleymnari eru á þau heit,
hændur eða þeir, sem vinnunnar óska.
Böm, sem leituðu til stofunnar, urðu litlu fleiri en
1971. Hve mörg réðust verður ekki sagt. Gleymskan er
líka með í spilinu þar. En það má fullyrða, að þeim
börnum fjölgar ekki sem nemur, er ráðast til sveitastarfa
á vegum ráðningarstofunnar. En þess ber að gæta, að
minnstur hluti þeirra bama, sem ráðast til sveitastarfa,
leita til liennar. Kemur þar hvort tveggja til: Fjölmargar
leiðir frændsemi og vináttu era þar opnar og auðfarnar,
enda kemur nágrenni margra þéttbýlishverfa þar til lið-
veizlu.
26 erlendum bréfum var svarað. Þau reit Ingólfur öll.
Ég fylgdi vestur-húnvetnskum bændum og konum
þeirra um Suðurland 18.—22. júní. Var farið um Borgar-
fjörð, Bláskógalieiði, Grafning til Selfoss og austur undir
Eyjafjöll þann 19. Hinn 19. var haldið austur yfir
sanda og allt að Núpsvötnum og gist í Fljótshverfi og á
Síðu. Hinn 20. var svo hahlið vestur og ekið um Fljóts-
lilíð, Hvolsvöll og leitað náttstaðar í Landsveitinni. Hinn
21. var lialdið norður á öræfi allt að Þórisvatni og litið
á mannvirkin við Búrfell, ekið um Gnúpverjahrepp,
Skeið, Hrunamannalirepp að Gullfossi og Geysi og gist
í Biskupstungum. 22. var svo lialdið til Þingvalla um
Gjábakkahraun. Kvaddi ég Húnvetningana á Hofmanna-
fleti við óblandna gleði. Gafst ferðaveðrið frábærlega,
ferðalagið óslitin gleðí, viðtökum öllnm réði vinlilý
rausn, sem liér skortir orð til að lýsa, Hið eina, sem