Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 143
SKÝUSLUR STARFSMANNA
137
skyggði á, var of ströng ferðaáætlun. Þær þreyta alla,
sem þátt taka í þeim, gera engum fært að lialda áætlun
að fullu, þreyta þá, sem bíða ferðamannanna, þrungnir
ástúð, rausn og gleði íslenzkrar gestrisni. En förin varð
mér öll til óblandinnar gleði og sendi þeim, sem á móti
okkur tóku, svo og ferðafélögunum, lieilsbugar þakkir
og kveðjur.
GuíSmundur Jósafatsson.
Búnaðarhagfrœðiráðunauturinn
Vinna á skrifstofunni var að töluverðn leyti tileinkuð
Búreikningastofunni. Samstarf var mest við bændur, sem
færa búreikninga. Nokkrar áætlanir voru gerðar og
bændum leiðbeint um fjárhagsleg atriði á skrifstofunni,
bréflega og með heimsóknum.
A ráðstefnu Búnaðarfélags Islands í marz flutti ég
erindi um ábrif afurðamagns á framlegð á kú og fóður-
nýtingu. Jafnframt skýrði ég frá niðurstöðum atbugana
a samanburði á rekstri graskögglaverksmiðjanna í Gunn-
arsholli og á Stórólfsvelli. Ásamt Ólafi E. Stefánssyni, sem
var formaður, og Magnúsi Sigsteinssyni, átti ég sæti í
dagskrárnefnd ráðstefnunnar.
Samstarfsnefnd Búnaðarfélags Islands og Landnáms
ríkisins, sem gera átti tillögur um, liversu margar græn-
fóðurverksmiðjur sé eðlilegt að stofnsetja í landinu og
gera tillögur um staðarval, lauk störfum og skilaði nefnd-
aráliti sínu til stjórnar Búnaðarfélags Islands og Land-
nanis ríkisins. Stjórn Búnaðarfélagsins samþykkti nefnd-
arálitið óbreytt og sendi það landbúnaðarráðberra til
endanlegrar ákvörðunar. Helztu tillögur nefndarinnar
voru að stækka verksmiðjuna í Gunnarsliolti í að minnsta
kosti 4.000 tonna úrsframleiðslu, stofnsetja nýja verk-
smiðju í Austur-Skaftafellssýslu og í Skagafirði. Auk